fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Jón Gnarr birtir furðulegasta bréf sem hann hefur séð – „Hann hefði alveg orðið fjúkandi illur hefði hann séð þetta“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. september 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundþjalasmiðurinn Jón Gnarr birti á Twitter furðulegt bréf sem Sjúkratryggingar Íslands sendu föður hans fyrir rúmum áratug síðan.

Bréfið var sent til að tilkynna Kristni, föður Jóns, að umsókn hans um öryggiskallkerfi hefði verið synjað. Hefðbundið bréf sem varla væri frásögu færandi nema fyrir þær sakir að bréfið var stílað á Kristinn sjálfan og ástæðan fyrir synjuninni var sú að Kristinn var látinn.

„Fólk heldur alltaf að ég sé að ljúga þegar ég segi frá þessu bréfi sem pabba var sent útaf hans eigin andláti. Nb þetta er ekki stílað á dánarbúið,“ segir hann á Twitter.

DV sló á þráðinn til Jóns til að ræða þetta furðulega mál.

„Þetta er alveg ótrúlegt. Sjúkratryggingar Íslands stunda það að senda látnu fólki bréf aðstandendum þeirra til nokkurs ama. Þetta er allra skrýtnasta bréf sem ég séð. Þarna er verið að segja látinni manneskju að þar sem hún sé dáin þá sé ekki hægt að samþykkja umsókn frá manneskjunni.“

Jón bendir á að umrætt bréf er undirritað af starfsmanni Sjúkratrygginga.

„Þarna er ekki einhver tölva sem bara dælir þessu út. Heldur er þetta undirritað. Það var þarna líka maður sem sagði við þessa færslu að eftir að mamma hans dó þá fékk hún bréf um hvort hún væri ekki til í að skila hjólastólnum þar sem hún væri ekki lengur að nota hann.“ 

Ennfremur er bréfið ekki stílað á dánarbú, líkt og eðlilegra hefði verið.

„Yfirleitt þegar fólk deyr þá hættir það að vera lögaðili og verður dánarbú og helstu opinberir og stofnanir stíla bréfin þá á dánarbúið og tala ekki til manneskjunnar í fyrstu persónu.  

En Sjúkratryggingar gera það.“

Jón tók þó ekki bréfasendingunni óstinnt upp.

„Ég fékk nú alveg hláturskast þegar ég sá þetta bréf því pabbi var líka alveg gríðarlega mikill nákvæmnismaður, sérstaklega gagnvart stofnunum og opinberum aðilum, og hann hefði alveg orðið fjúkandi illur hefði hann séð þetta bréf en hann var náttúrlega dáinn svo hann náði ekki að verða reiður.“

Jón segir að þetta sé eitt furðulegast bréf sem hann hafi séð.

„Því þetta er svo rangt á svo mörgum levelum. Ég hugsa bara – Þetta er fólk sem er búið að kýla í fötu sem skrifar svona. Það er búið að kýla í eina feita fötu áður en það fer að senda út bréf.“

Jón segir bréfið eiginlega bara kafkaískt. Bréfið var sent árið 2008 og í gegnum árin hefur Jón sagt mörgum þessa sögu og verið þá vændur um lygar.

„Ég er stundum að segja frá þessu og fólk segir bara – Nei þú ert að bulla.“

Hann segi fólki að í bréfinu sé faðir hans ávarpaður í fyrstu persónu þar sem honum er sagt að umsókn hans hafi verið synjað og ástæðan fyrir því? – Umsækjandi er látinn.

„Það er eins og Þórarinn Eldjárn hafi skrifað þetta, þetta er svo steikt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra
Fréttir
Í gær

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Doktor í frumulíffræði svarar því hversu mörg kynin eru

Doktor í frumulíffræði svarar því hversu mörg kynin eru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla var með eftirlit við heimili Snorra í nótt: Hótað og heimilisfangið opinberað

Lögregla var með eftirlit við heimili Snorra í nótt: Hótað og heimilisfangið opinberað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“