fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Listaverk Pálínu og dóttur hennar varð skemmdarvörgum að bráð – Þrír steinar brotnir og níu hvergi sjáanlegir

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 21. september 2021 13:30

Myndir: Pálína Þorsteinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálína Þorsteinsdóttir segist stundum fá skrýtnar en þó skemmtilegar hugmyndir. Pálína fékk eina slíka á morgungöngu sinni nýlega en hugmyndin var að dreifa fallegum og jákvæðum skilaboðum til gangandi vegfarenda í Grafarvoginum. 

Fyrir nokkrum dögum ákvað Pálína ásamt dóttur sinni að skrifa umrædd skilaboð til vegfarendanna á steina.

„Við fórum niður í fjöru og fundum steina sem við skrifuðum á falleg og jákvæð orð. Dreifðum þeim svo meðfram göngustígnum á strandlengjunni í Grafarvogi Norður. Ætlunin er að gleðja fólk á göngu,“ skrifaði Pálína á Facebook-síðu sinni um helgina en DV fékk góðfúslegt leyfi hjá Pálínu til að fjalla um málið

Þá óskaði Pálína að lokum eftir því að steinarnir fái að standa og að nágrannar sínir njóti þeirra.

Þrír steinar brotnir og níu hvergi sjáanlegir

Allt kom þó fyrir ekki. Pálína birti færslu í gær þar sem hún greindi frá því að einungis tveir steinar af þeim fjórtán sem þau útbjuggu voru heilir. „Af 14 steinum sem ég hefði átt að sjá á göngu minni í morgun, voru tveir heilir og þrír brotnir, hinir 9 voru hvergi sjáanlegir,“ skrifar Pálína og bætir við grátandi tjákni (e. emoji).

„Allt í allt voru 23 steinar settir á strandlengjuna og vona ég að eitthvað af þeim standi enn.“

Pálína lætur þetta þó ekki hafa alltof mikil áhrif á sig og horfir á málið með jákvæðnina að leiðarljósi. „Þar sem ég er mjög bjartsýn og jákvæð manneskja (að mínu mati ) þá vona ég bara að sá/sú sem tók steinana sem horfnir eru hafi þurft á þeim að halda og skreyti nú garðinn sinn með þeim,“ segir hún.

„Þetta var skemmtilegt verkefni sem við mæðgur létum verða af og það hitti í mark (hjá flestum) og þá erum við ánægðar þótt ég hefði viljað fá að njóta þess sjálf að ganga stíginn og lesa á þá aftur og aftur. Ást og friður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Í gær

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“
Fréttir
Í gær

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“
Fréttir
Í gær

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu

Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unga konan fundin heil á húfi

Unga konan fundin heil á húfi