fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Íslendingar fá dularfullar sendingar frá Salómónseyjum – Stundum eru pakkarnir tómir

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 16:48

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur Póstinum borist tilkynningar vegna dularfullra sendinga sem Íslendingar fá frá Salómonseyjum. En viðtakendurnir kannast stundum ekkert við þessar sendingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Þessar sendingar hafa komist í umræður á samfélagsmiðlum en þar hafa margskonar kenningar verið settar fram um þessar dularfullu sendingar.

Salómonseyjar eru eyríki í Suður-Kyrrahafi. Um er að ræða eyjaklasa sem telur hátt í þúsund eyjar.

Kristín Inga Jónsdóttir, markaðsstjóri Póstsins hefur tjáð sig um málið, en hún segir að ekkert hættulegt sé á seiði, og útskýrir hvers vegna sendingar frá Salómonseyjum berist svo gjarnan til Íslands.

„Við hjá Póstinum erum meðvituð um málið og góðu fréttirnar eru þær að c Pakkar frá Ali Express eru sendir í gegnum Salómonseyjar þar sem það er ódýrasta leiðin til Íslands. Ef einhverjir hafa keypt vöru á Ali Express á síðastliðnum 1-2 mánuðum eru allar líkur á að um sé að ræða pakkann sem viðkomandi pantaði,“ segir hún og bætir við:

„Mikilvægt er að passa upp á að bera saman sendingarnúmerið sem viðkomandi fékk sent frá Ali og sendingarnúmerið í tilkynningunni frá okkur til að vera viss um að þetta sé sendingin sem beðið er eftir. Ef viðkomandi hefur fengið tilkynningu um pakka frá Salómonseyjum en er ekki að bíða eftir pakka frá Ali er gott að hafa samband við þjónustuver Póstsins og við skoðum málið.“

Kristín segir að í einhverjum tilvikum sé um tóma pakka að ræða og er fylgst sérstaklega vel með því. Ef grunur leikur á að pakkar séu tómir eru þeir teknir úr umferð. „Ef viðskiptavinir sjá á Mínum síðum Póstsins eða í appinu að sendingin sem þeir hafa fengið tilkynningu um er óvenju létt gæti verið gott að hafa samband við þjónustuverið. Við mælum raunar með því að viðskiptavinir okkar hafi samband við þjónustuver Póstsins ef þeir eru að fá dularfullar sendingar frá Salómonseyjum,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Í gær

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni
Fréttir
Í gær

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“