fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. september 2021 11:00

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos hófst um helgina á eyjunni La Palma sem tiheyrir Kanaríeyjum, en gos þar hafði verið yfirvofandi í nokkurn tíma. Eins og við var að búast er hraunið nú byrjað að flæða yfir íbúabyggð. Á samfélagsmiðlum hafa birst fjölmörg myndbönd af eldgosinu og má til að mynda sjá óhugnanleg myndbönd af hrauni að gleypa heilu húsin á eyjunni.

Yfirvöld fluttu lasburða fólk og búfénað frá byggðum næst gosinu áður en það hófst og var íbúum í grennd við gosið gert að fara í eina af fimm hjálparmiðstöðvum sem komið hefur verið upp á eyjunni.

Fólki er sagt að halda sig frá gossvæðinu og hafa hermenn verið kallaðir til hjálpar.

Á myndböndum frá La Palma má sjá hraun flæða yfir gangstéttir og í einu þeirra, sem sjá má hér fyrir neðan, má sjá hraunið byrja að gleypa hús.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má svo sjá svipmyndir af gosinu, hvernig kvikan skýst upp í loftið og hvernig hraunið flæðir yfir eyjuna.

Spænski fjölmiðillinn El País birti svokallað „timelapse“ myndband af upphafi eldgossins.

Hér fyrir neðan má sjá magnað myndband af hraunflæðinu. Nokkrir aðilar hafa birt umrætt myndband á samfélagsmiðlinum Twitter en upphaf þess má rekja til hermanns á eyjunni sem tók það upp.

Staðarmiðillinn Canarias7 birti svo óhugnanlegt myndband þar sem sjá hvernig hraunið umkringir heimili á eyjunni. „Slökkviliðsmenn gátu ekki komið í veg fyrir að hraunið eyðilagði þetta heimili á La Palma,“ segir með myndbandinu.

Þá kemur fram að hraunið hafi runnið tímunum saman niður brekkur sveitarfélagsins El Paso á La Palma og að hitastigið á því sé 1.075 gráður á selsíus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast