fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Þriðjungur landsmanna í frí til útlanda á árinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 08:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þriðjungur landsmanna er búinn að fara í frí til útlanda á árinu eða ætlar að gera það. Aðeins sjö prósent eru búin að fara til útlanda á árinu en 28,2% ætla að gera það.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að 57,9% ætli ekki til útlanda á árinu og rúmlega 9% sögðust ekki vita hvort farið verði til útlanda á árinu.

Þeir launahæstu eru líklegri til að ferðast til útlanda en aðrir en að öðru leyti er frekar jöfn dreifing meðal allra þjóðfélagshópa.

Fólk á aldrinum 22 til 44 ára er síður líklegt til utanlandsferða en aðrir og íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri til að fara erlendis en fólk sem býr á landsbyggðinni. 45% höfuðborgarbúa eru búnir að fara í frí til útlanda á árinu eða ætla að gera það en hjá landsbyggðarfólki er hlutfallið 29%.

Úrtakið var 2.600 manns, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 52% og voru svörin vegin eftir kyni, aldri og búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu