fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Myndband í dreifingu á samfélagsmiðlum af Kára Stef grímulausum í verslun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. júlí 2021 17:00

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar Mynd:Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja reglugerðin um grímunotkun hefur ruglað marga en fólk veit almennt ekki hvar það á að nota grímur og hvar það megi sleppa við það. Í reglugerðinni segir:

Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum, að undanteknum ákveðnum viðburðum þar sem gestir sitja í bókuðum sætum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2006 eða síðar.

Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðarmörk svo sem í heilbrigðisþjónustu, verslunum, söfnum, innanlandsflugi og ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn.

Einn þeirra sem virðist ekki hafa kynnt sér hinar nýju reglur nægilega vel er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka myndband sem er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum.

Kári var þá gripinn glóðvolgur við að gleyma sér varðandi grímuskyldu þegar hann verslaði hjá Olís. Það náðist á myndband þegar hann gekk inn í verslunina, án grímu, á meðan aðrir viðskiptavinir sem sjást á myndbandinu hafa fylgt reglunum. Þá má einnig greina skilti við innganginn sem sýnir að bera eigi grímu inni í versluninni.

Eins og áður segir er myndbandið er í dreifingu á samfélagsmiðlum og eru margir ósáttir með Kára. Samkvæmt reglugerð stjórnvalda er hann ekki undanþeginn grímuskyldu en það eru einungis þeir sem hafa fengið Covid-19 og lokið einangrun, börn fædd 2006 eða síðar og einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum.

Ekki náðist samband við Kára Stefánsson við gerð fréttarinnar.

Kári án grímu.mov from Ritstjórn DV on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð