fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Neikvætt COVID-19 próf forsenda þess að farþegar fari um borð hjá PLAY

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið PLAY hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að frá og með morgundeginum muni félagið ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað neikvæðu COVID-19 prófi við innritun. Í tilkynningunni segir:

„Ákvörðunin er tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands.“

Þá segir enn fremur:

„PLAY mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu COVID-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi.“

PLAY segist ekki véfengja rétt Íslendinga til að snúa til heimalands síns en þeir sem ekki uppfylla sóttvarnareglur þurfi einfaldlega að sæta tímabundinni röskun:

„Með þessari tilhögun er PLAY ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála PLAY þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra.

Jafnframt er það mat PLAY að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar COVID-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks.

„Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að PLAY hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með COVID-19. Þetta er tímabundin ráðstöfnun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson forstjóri PLAY. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum