fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Kaupendur paradísar í Mosfellsdalnum í vondum málum – Sátu uppi með óselda fasteign og gátu ekki borgað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 11:30

Frá Minna-Mosfelli 2. Mynd: Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaup á fasteigninni Minna-Mosfelli 2 í hinum fagra Mosfellsdal sem gerð voru árið 2019 urðu að sorgarsögu í kjölfar þess að kaupendurnir gátu ekki innt af hendi lokagreiðslu upp á rúmlega 36 milljónir króna. Þess má geta að á jörðinni hefur um nokkurt skeið verið rekið myndarlegt gistiheimili sem hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar.

Dómur féll í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli seljenda jarðarinnar gegn kaupendunum. Seljendur og kaupendur gerðu með sér kaupsamning um fasteignina Minna-Mosfell 2 í janúar árið 2019. Kaupverðið var 185 milljónir króna og átti að greiðast með eftirfarandi hætti: 74 milljónir voru greiddar með fasteigninni Stórateigi 40 í Mosfellsbæ, 75 milljónir voru greiddar með lánum gegn skilyrtum veðleyfum og 36 milljónir áttu að greiðast með sölu á fasteigninni Byggðarholt 1d í Mosfellsbæ.

Um sumarið 2019 kom í ljós að kaupendurnir gátu ekki innt af hendi lokagreiðsluna, rúmlega 36 milljónir, vegna þess að þeim hafði ekki tekist að selja Byggðarholt. Þeim tókst þó að greiða 10 milljónir upp í þessa skuld en eftir stóðu rúmlega 26 milljónir.

Meintur músagangur, gallar í íbúðarhúsinu og ónýt útihús

Skemmst er fá því að segja að seljendur jarðarinnar stefndu kaupendunum fyrir dóm vegna þessara vanskila. Kaupendurnir gagnstefndu hins vegar seljendunum á grunni matsgerðar þar sem reifaðir voru ýmsir meintir gallar á fasteigninni. Var fundið að ástandi útishúsa, þ.e. fjóss og hlöðu, sem sögð voru ónýt svo þyrfti að rífa þau, og var meðal annars staðhæft að asbest-klæðning væri í lofti fjóssins. Þá var sagt að  miklar skemmdir hefðu fundist í alifuglahúsi sem átti að vera endurnýjað og traust. Steinull í klæðningunni hefði verið skemmd vegna músagangs. Töldu kaupendurnir matsgerð sanna að stórvægilegir gallar hefðu verið á útihúsunum.

Þá hefði enn fremur verið músagangur á háalofti í íbúðarhúsi á jörðinni og framkvæmdir vegna gistiaðstöðu á efri hæð hússins hefðu verið ósamþykktar.

Vildu kaupendurnir fá greiddar 25 milljónir frá seljendunum ásamt dráttarvöxtum.

Kaupendurnir töpuðu málinu

Skemmst er frá því að segja að kaupendur jarðarinnar Minna-Mosfell 2 gjörtöpuðu málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Voru þau dæmd til að greiða um 26,5 milljónir króna, sem nemur vanskilunum á greiðslu kaupverðsins, auk dráttarvaxta. Þá þurfa kaupendurnir að greiða málskostnað seljendanna  upp á 3 milljónir króna. Ótalinn er þá þeirra eigin málskostnaður.

Kröfum í gagnsökinni var hafnað og taldi dómurinn matsgerðina sem kaupendurnir studdust við vera gallaða.

 

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu