fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bandaríkjaþing býr sig undir tilfinningaþrungnar yfirheyrslur um árás Trump-liða á þingið – Nýlega opinberuð myndbönd af árásinni vekja óhug

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 17:35

Skjáskot úr myndbandi úr búkmyndavél lögreglumanns við þinghúsið þann 6. janúar á .

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmt hálft ár er nú liðið frá árás óðs lýðs á þinghús Bandaríkjanna, en þann 6. janúar stormuðu stuðningsmenn Trumps frá Hvíta húsinu og að þinghúsinu eftir að hafa hlýtt á ræðu fráfarandi forseta, Donalds Trumps, fyrir utan embættisbústað sinn þann sama morgun.

Um hádegi í Washingtonborg mættu þúsundir manna á tröppur þinghússins sem stendur á Capitolhæð í höfuðborginni. Hófu þeir svo til undir eins að sýna öryggisvörðum þar ógnandi hegðun og leið ekki á löngu þar til þeir höfðu yfirbugað öryggisverði og grindverk sem reist höfðu verið á svæðinu fyrir utan húsið. Því næst stormaði lýðurinn inn í húsið. Mótmælendur komust meðal annars inn í þingsaliöldungadeildarinnar, þar sem Mike Pence, varaforseti Donalds Trumps hafði staðið aðeins mínútum áður.

Þá komust mótmælendur jafnframt inn á skrifstofu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar neðri deildarinnar. Markmið árásarmannanna var alveg skýrt: Að stöðva þingfund þar sem staðfesta átti atkvæðagreiðslu kjörmanna sem kosnir voru í forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Skemmst er frá því að segja að Donald Trump vann ekki.

Fimm létust á meðan á árásinni stóð. Þar af einn mótmælandi sem var skotinn af lögreglu er hann ruddi sér leið í gegnum dyr innan byggingarinnar. Annar lést úr ofneyslu lyfja og þrír aðrir af náttúrulegum ástæðum.

Eftir árásina stóðu öll spjót að lögreglunni, en ekki fyrir að hafa gripið til vopna gegn mótmælandanum sem lést, heldur fyrir viðbragðsleysi. Fyrir ekki löngu síðan fóru fram önnur mótmæli í Washingtonborg sem voru hluti af mótmælabylgju sem geisaði um Bandaríkin öll í kjölfar morðs George Floyd í Minneapolis. Fóru myndir af víggirtu þinghúsinu eins og eldur um sinu um samfélagsmiðla og þær bornar saman við myndir af mótmælum stuðningsmanna Trump. Þótti samanburðurinn sýna skort á viðbragði lögreglunnar við mótmæli Trump-liðanna, og það sett í samhengi við húðlit mótmælendanna í Black Lives Matter mótmælunum annars vegar, og stuðningsmanna Trump hins vegar.

Fjölmargir hafa síðan verið handteknir og FBI auglýst eftir öllum gögnum sem leitt getur til þess að borið verði kennsl á fleiri árásarmenn og handtökur þeirra. Einn var í síðustu viku dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir að hindra störf efri deildar þingsins, en það var fyrsti dómurinn sem fellur í kjölfar árásarinnar. Aðrir 500 hafa verið handteknir og hið minnsta 100 ákærðir, að því er kemur fram í frétt CNBC um málið.

Í síðustu viku komust Demókratar og Repúblikanar jafnframt að samkomulagi um skipan þingnefndar neðri deildarinnar sem fjalla mun um árásina á þinghúsið og rannsaka upptök, framkvæmd og afleiðingar árásarinnar.

Sú þingnefnd hóf störf sín í dag og verða fjórir lögreglumenn sem stóðu vaktina þennan örlagaríka dag meðal þeirra sem gefa skýrslu fyrir nefndinni. Gert er ráð fyrir að vitnisburður þeirra muni vekja mikinn óhug, en ný myndbönd af árásinni hafa undanfarna daga verið gerð opinber. Þar á meðal eitt sem sýnir lögreglumann dreginn, liggjandi á jörðinni, inn í æstan múg árásarmannanna. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum