fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fréttir

Að minnsta kosti 30 með Covid eftir útskriftarferð Flensborgar til Krítar – Gera ráð fyrir fjölgun smita – „Þetta var mikið fjör, helvíti mikið líf“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 24. júlí 2021 20:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 30 nemendur úr Flensborg hafa í dag og í gærkvöldi greinst með Covid-19 eftir að hafa komið heim frá Krít þar sem þau voru í útskriftarferð. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þetta staðfesta nokkrir viðmælendur DV sem voru í ferðinni, sem stóð í 10 daga.

Herma heimildir DV að um 80 manns hafi farið í ferðina og að þó nokkrir eigi eftir að fá niðurstöður úr skimun en eru þegar farnir að finna fyrir einkennum Covid-19. Því er viðbúið að fjöldi smita úr útskriftarferðinni muni aukast eftir því sem líður á kvöldið og á morgun.

„Þetta voru um 80 manns sem voru úti, svör hafa þegar fengist fyrir 30 manns, cirka, en margir eru enn að bíða eftir svari,“ segir einn viðmælandi DV. Samkvæmt heimildum DV eru fjölmargir þeirra smituðu með einkenni, og þó nokkrir veikir. Er um það rætt innan hópsins, að þeir veikustu virðast eiga það sameiginlegt að hafa fengið Janssen bóluefnið.

DV ræddi jafnframt við annan sem var í ferðinni: „Þetta var geðveikt. Mikið fjör. Helvíti mikið líf,“ sagði sá í samtali við DV, aðspurður hvernig ferðin hefði verið. „Það var svolítið næturlíf og svona.“

Enn annar sem DV ræddi við sagðist ekki hafa smitast þar sem hann hafði áður fengið Covid. Hann segir alla í hópnum hafa látið bólusetja sig fyrir ferðina, líka sig.

„Þetta er auðvitað hundleiðinlegt, að sjá vini sína veikjast svona hvern af öðrum. Ég auðvitað er búinn að ganga í gegnum þetta sjálfur og skrýtið að heyra vini sína lýsa þessum Covid-19 einkennum sem ég fann þegar ég var sjálfur með Covid,“ sagði viðmælandinn. „Margir þeirra sem hafa ekki fengið úr niðurstöðunni og eru því ekki með staðfest smit, eru þegar farnir að sýna þessi einkenni,“ sagði hann jafnframt.

Aðspurður hvort fólk hafi verið farið að veikjast í ferðinni segir hann væg einkenni hafa verið komin fram í sumum tilfellum. „Við tókum eftir því í flugvélinni að það voru allir hóstandi,“ segir hann.

Í því ljósi ákvað hópurinn að einangra sig. „Við fórum langflest í test á flugvellinum. Nokkrir fóru svo í test í dag. Við vorum lang flest búin að taka þá ákvörðun að einangra okkur þangað til niðurstaða lægi fyrir úr þeim skimunum,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman
Fréttir
Í gær

10 ára þolanda nauðgunar neitað um þungunarrof í Ohio

10 ára þolanda nauðgunar neitað um þungunarrof í Ohio
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“