fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Björn Ingi telur óhjákvæmilegt að útihátíðir verði blásnar af

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 17:00

Björn Ingi Hrafnsson hjá Viljanum. mynd/skjáskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir telja hertar samkomutakmarkanir innanlands yfirvofandi í ljósi veldisvaxtar Covid-smita undanfarið þar sem yfirgnæfandi meirihluti smitaðra eru fullbólusettir.

Þórólfur Guðnason hefur ekki svarað þeirri spurningu í dag hvort hann leggi til hertar samkomutakmarkanir innanlands í næsta minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sem svo ötullega hefur fjallað um faraldurinn allt frá því fyrsti Covid-upplýsingafundur Almannavarna var haldinn, telur engan vafa leika á um að blása þurfi af útihátíðir, ef marka má nýja Facebook-færslu hans:

„Miðað við smittíðnina undanfarið sem er í veldisvexti og tengist ekki síst næturlífinu, held ég að flestir geri sér grein fyrir því að óbreytt skemmtanahald á skipulögðum hátíðum um verslunarmannahelgina sé afar óskynsamlegt. Sóttvarnayfirvöld geta ekki annað en brugðist við þessari þróun ef ætlunin er að koma í veg fyrir að landið fari á rautt svæði. Þetta er alveg glatað, en kannski verður sumarið 2022 eitthvað betra. Vonum það.“

Upplýsingafundur Almannavarna verður kl. 11 í fyrramálið. Þórólfur Guðnason verður þar án vafa spurður út í næsta minnisblað sitt til heilbrigðisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga