fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Reykjavík gefur Kjartani grænt ljós á 38 íbúðir í Skipholti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á nýtingu húsnæðisins við Skipholt 1. Í afgreiðslunni segir að sótt hafi verið um leyfi til þess að innrétta þar 38 íbúðir í stað hótels, að byggja svalir á götuhlið og svalagang á garðhlið. Sótt var um að byggja ofan á húsið, en fallið var frá þeirri ósk.

Vefurinn eirikurjonsson.is greinir frá.

Húsið við Skipholt 1 hefur svo sannarlega munað fífil sinn fegurri. Þar var áður til húsa Listaháskóli Íslands og Kvikmyndaskólinn en árið 2017 fékkst leyfi til þess að breyta því í 84 herbergja hótel fyrir 170 gesti.

Eigandi hússins er Kjartan Gunnarsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kjartan hefur verið stórtækur í fjárfestingum undanfarin ár.

Hér að neðan má sjá mynd af húsinu eins og það er í dag og teikningar af húsinu frá Arkís, eins og það verður með nýsamþykktum breytingum.

mynd/Arkís
mynd/skjáskot google maps
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“