fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Auður segir lista með nöfnum gerenda finnast á netinu – „Þar getur einhver dæmdur nauðgari endað við hliðina á einhverjum sem sagði eitthvað ógeðslega óviðeigandi í vinnustaðapartýi“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 21:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir var ásamt og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur frumkvöðli, gestur í Kastljósi kvöldsins. Þar ræddu þær atburði líðandi stundar og stærstu fréttamál síðustu missera. Þar á meðal var nýjasta #MeToo-bylgjan.

Einar Þorsteinsson, þáttarstjórnandi spurði Auði út í sína skoðun á þessari nýju bylgju. Hann sagði að útskúfunarmenning, sem einnig hefur verið kölluð slaufunnarmenning (e. cancel culture) hefði orðið ansi áberandi. Einar talaði um að bæði þeir sem áreittu og nauðguðu fengu á sig orðið gerandi, og að Auður hefði verið gagnrýnd fyrir sitt innlegg í umræðuna. Hún sagði:

„Þetta er svolítið fyndið því ég var pínu hugsi yfir þessu, þannig ég pantaði tíma hjá sálfræðingnum mínum til þess að geta aðeins rætt þetta. Það var eitthvað sem mér fannst mega vera dýpra í þessu, eða meira greint. Það er þetta orð: ofbeldi. Við notum það á mjög víðtækan hátt. […] Að fara yfir mörk getur verið að virkilega brjóta á einhverjum, eða segja eitthvað ógeðslega dónalegt,“

Listar með nöfnum gerenda

Þá talaði Auður um lista sem búnir hefðu verið til með nöfnum gerenda. Þess má geta að einn slíkan lista mátti finna á mjög vinsælum samfélagsmiðli þegar byltingin stóð sem hæst, en þar mátti finna nöfn margra þjóðþekktra einstaklinga.

„Það sem gerist er að það hafa verið búnir til svona listar yfir gerendur. Og þar getur til dæmis einhver kona beðið aðra konu um að nefna einhvern, þar sem hún vill ekki standa undir því sjálf. […] En þar getur einhver dæmdur nauðgari endað við hliðina á einhverjum sem sagði eitthvað ógeðslega óviðeigandi í vinnustaðapartýi.“

„Þetta verður allt einn gerandi, sem er bara eins og einn morðingi eða einn nauðgari. Þú færð á þig stimpilinn gerandi. Þetta er þörf umræða og ég styð þessa vitundarvakningu, en ef við leyfum okkur ekki að greina aðferðarfræðina, þá getur byltingin étið börnin sín. Við verðum að fá að pæla í þessu, því þetta eru mjög viðkvæmir og stórir hlutir,“

„Þá erum við komin of langt“

Þá tók Þorbjörg við og sagði síðustu #MeToo-bylgju hafa verið ansi frábrugðna þeirri fyrstu, vegna þess að hún hafi verið persónulegri, og þar með hafi myndast ákveðin „við gegn þeim“ dýnamík.

„Þessi bylgja var að mínu mati talsvert ólík þeirri fyrri, en þar voru konur að tala saman í lokuðum hópum, innan stétta. Og núna komu sögur um miklu meira ofbeldi held ég. Nú voru sögurnar opnari og undir nafni. Þannig þetta fór á miklu persónulegri stað hjá öllum, og þess vegna stóð fólk með þolendunum,“

„Ég er mjög sammála ég var mjög hrædd við að þetta myndi fara á stað þar sem maður segir: „hingað og ekki lengra!“ Og þá erum við komin of langt, og þá förum við til baka. Þá náum við ekki að afgreiða þessi alvarlegu mál sem komu fram í þessari bylgju, og þá segir samfélagið: „nú erum við komin í ofbeldi í hina áttina, hvar eru mörkin núna?“ Þá fellur þetta niður.“

Auður sagði þá að margir ættu í erfiðleikum með að tjá sig um þessi mál og segja sínar skoðanir vegna ótta við viðbrögð fólks. Og hún segist sjálf hafa verið ásökuð um að hrinda konum í áfall vegna sinna hugleiðinga á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum