fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Reiðhjólaþjófur handtekinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 04:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um mann sem var að reyna að komast inn í hjólageymslur í Hlíðahverfi. Skömmu síðar var maðurinn handtekinn þar sem hann var á ferð með tvö reiðhjól sem hann er grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi. Hann er einnig grunaður um eignaspjöll.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Árásarmaðurinn tók bifreið árásarþola og fór af vettvangi.

Um klukkan 20 voru tveir aðilar handteknir í miðborginni eftir að akstur bifreiðar hafði verið stöðvaður. Hvorugur aðilinn vildi kannast við að hafa ekið bifreiðinni en báðir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og að hafa stolið bifreiðinni. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Tveir voru staðnir að þjófnaði úr verslunum í miðborginni í gærkvöldi og voru málin afgreidd á vettvangi.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndi að komast undan á hlaupum en hafði ekki árangur sem erfiði.

Einn ökumaður var kærður í gærkvöldi fyrir að aka án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Bifreið hans reyndist einnig ótryggð. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án ökuréttinda og skjalafals en hann framvísaði fölsuðu erlendu ökuskírteini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra