fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Fulltrúar FBI þóttust ætla að bjarga Íslandi frá risatölvuárás en voru í raun bara að yfirheyra Sigga hakkara um Wikileaks

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. júní 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ítarlegri fréttaskýringu í Stundinni beitti bandaríska alríkislögreglan, FBI, íslensk stjórnvöld blekkingum árið 2011 og fulltrúar FBI komu til Íslands til rannsókna á fölskum forsendum. Yfirlýst erindi var að forða Íslandi frá yfirvofandi risatölvuárás á mikilvægar stofnanir ríkisins. Í reynd var engin slík árás yfirvofandi og eini tilgangurinn með heimsókninni var að afla upplýsinga um starfsemi samtakanna Wikileaks sem lengi hafa haft sterk tengsl við Ísland. Samtökin höfðu áður lekið til fjölmiðla gögnum sem sýndu stríðsglæpi Bandaríkjahers í Afghanistan.

Þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fagnaði í fyrstu framtaki FBI en það fór svo að á hann runnu tvær grímur er honum varð ljóst hvað FBI var raunverulega að gera hér á landi og að engin gögn bárust honum um hina meintu yfirvofandi tölvuárás. Fór svo að Ögmundur tjáði FBI fulltrúunum að þeir hefðu ekki heimild til lögreglustarfa hér á landi og bað þá um að hafa sig á brott. Þeir fóru þó ekki fyrir en fimm dögum seinna.

Rannsókn FBI á Wikileaks hér á landi snerist um yfirheyrslur yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, sem oftast er kallaður Siggi hakkari. Siggi var þá sjálfboðaliði hjá Wikileaks og hafði gert sig sekan um að stela stórfé frá samtökunum. Hann hafði ennfremur margreynt að fá þekkta erlenda hakkara til að brjótast inn í tölvukerfi íslenskra stofnana, en með litlum árangri. Siggi er margdæmdur fyrir fjársvik og fyrir samtals 9 kynferðisbrot gegn unglingsdrengjum. Undanfarið hefur hann verið orðaður við mjög tortryggilegar tilraunir fyrirtækja með enga starfsemi á baki við gamlar kennitölur til að komast í reikningsviðskipti hjá margskonar verslunum, að virðist með þann ásetning að greiða ekki fyrir vörurnar. Hefur meðal annars verið fjallað um það á dv.is:

Sjá einnig: Siggi hakkari grunaður um stórtækt svindl í vöruúttektum

Þó að atburðirnir sem fréttaskýring Stundarinnar fjallar um hafi gerst árið 2011 er málið sagt síkvikt því bandarísk stjórnvöld hafa nýlega reynt að komast í samstarf við íslensk stjórnvöld um rannsókn á Wikileaks. Tilgangurinn sé að safna gögnum gegn stofnanda samtakanna, Julian Assange, sem er í haldi í Bretlandi vegna kæru Bandaríkjamanna á hann um njósnir, á þeim forsendum að gagnaleki Wikileak snúist um njósnir en ekki blaðamennsku. Dómstóll í Bretlandi hafnaði í janúar á þessu ári framsalskröfu Bandaríkjamanna, á þeim forsendum að bágt andlegt heilsufar Assange geri það ókleift að framselja hann.

 

Sjá nánar í prentútgáfu Stundarinnar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið