fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Svakaleg eftirför lögreglu í Grafarvogi endaði með handtöku – Slógu mann ítrekað í höfuðið og hlupu á brott

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 07:53

mynd/wiki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg verkefni komu á borð lögreglu í nótt, ef marka má dagbók lögreglu. Þar er meðal annars greint frá svakalegri eftirför lögreglu, og tveimur líkamsárásum í Miðbænum.

Eftirförin átti sér stað í Grafarvogi, og hófst eftir að ökumaður, sem var kona, stöðvaði ekki bifreið sína eftir að lögregla gaf merki um það, með bláum ljósum og hljóðmerkjum. Ökumaðurinn gekk svo langt að keyra utan vegar, yfir gras og eftir gangstéttum. Að lokum nam bíllinn staðar, en þá hljóp konan í burtu. Það gekk þó ekki og var hún handtekin fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og umferðarlagabrot.

Í miðbænum áttu sér stað tvær líkamsárásir. Annars vegar var maður í annarlegu ástandi handtekinn á veitingastað fyrir að ráðast á dyravörð, en sá var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Hins vegar slógu tveir menn annan mann ítrekað í höfuðið og hlupu síðan á brot. Þolandinn var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild til aðhlynningar.

Í dagbók lögreglu er einnig greint frá því að tveir menn hafi verið handteknir í verslunarmiðstöð, grunaðir um þjófnað á fatnaði. Þá var vegabréfum og fartölvum stolið í innbroti í miðbænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu