fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ofurölvi par með 8 ára barn á veitingastað – Líkamsárásir og slys

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 06:39

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ofurölvi par sem var með 8 ára barn með sér á veitingastað í miðborginni. Faðirinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir meint brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar. Málið var unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld.

Á áttunda tímanum var maður handtekinn í miðborginni en hann er sagður hafa brotið rúðu í bifreið. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu. Klukkustund áður var annar maður handtekinn í miðborginni en sá var einnig í annarlegu ástandi og var hann einnig vistaður í fangageymslu.

Í Bústaðahverfi var maður handtekinn um klukkan 23 en þar lá hann á götunni. Hann var ofurölvi og vildi ekki skýra frá hvar hann dvelur og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á tólfta tímanum var tilkynnt um líkamsárás í Bústaðahverfi. Gestkomandi veitti húsráðanda, sem er ung kona, áverka og stal úlpu, símum og fleiru. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom.

Í miðborginni réðust 5-6 menn á tvo ölvaða menn og veittu þeim áverka. Árásarþolar ætluðu sjálfir að koma sér á bráðadeild. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi. Skömmu síðar var tilkynnt um aðra líkamsárás í miðborginni. Tveir menn eru sagðir hafa ráðist á þann þriðja og var hann með ljótan skurð á augabrún. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi.

Skömmu fyrir klukkan 02 datt maður af rafmagnshlaupahjóli í miðborginni. Hann hlaut áverka í andliti og 2-3 tennur brotnuðu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Í Hafnarfirði kviknaði í gasgrilli á sjötta tímanum í gær. Lögreglumenn slökktu eldinn með duftslökkvitæki.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.  Með einum ökumanninum voru barnsmóðir hans og eins árs barn í för.

Á öðrum tímanum í nótt var ofurölvi stúlka handtekin í Árbæ. Hún tálmaði störf lögreglu, fór ekki að fyrirmælum og reyndi að slá lögreglumann. Hún var vistuð í fangageymslu. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn voru að aðstoða aðra ofurölvi stúlku þegar sú handtekna veittist að þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd