fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Sex ákærð fyrir að frelsissvipta öryrkja og beita hrottalegu ofbeldi og pyntingum – Ein ákærðu er barnsmóðir mannsins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 11. júní 2021 19:00

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmanni, sem talið er að hafi þurft að sæta hrottalegum pyntingum hér á landi árið 2017, var neitað um réttargæslumann samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra þann 1. júní. Landsréttur hefur nú fellt þá niðurstöðu úr gildi og gert héraðsdóm að skipa manninum réttargæslumann.

Samkvæmt úrskurði Landsréttar sem var birtur í dag hafa sex aðilar verið ákærðir fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir. Þrjú þeirra fyrir hlutdeild í brotinu. En þau eru grunuð um að hafa þann 5. september 2017 svipt karlmann frelsi sínu og beitt hann hrottalegu ofbeldi og pyntingum.

Meðal þess sem þeim er gert að sök að hafa gert er að setja viskastykki eða klút yfir andlit mannsins og hellt vatni yfir vit hans, en þetta er þekkt pyntingaraðferð sem þykir afar hrottaleg.

Maðurinn er sagður hafa verið sviptur frelsi í fjórar klukkustundir og á þeim tíma var hann sparkað og stigið áf höfuð hans, hann sleginn ítrekað í höfuð og líkama og honum hótað frekara ofbeldi svo sem að honum yrði hent í sjóinn, fram af brú eða hann yrði meiddur með borvél og dúkahníf.

Samkvæmt úrskurði héraðsdóms neita allir ákærðu sök í málinu. Brotaþoli segist hafa orðið fyrir alvarlegum áverkum sem læknisfræðileg gögn sýni fram á en einn ákærðu sé barnsmóðir hans.

Héraðsdómur taldi ekki sýnt fram á að brotaþoli hefði sýnt fram á þörf fyrir sérstaka aðstoð réttargæslumanns í málinu og að ekki yrði framhjá því litið að hann nyti þegar liðsinnis lögmanns til að halda uppi bótakröfu í málinu.

Landsréttur taldi að læknisfræðileg gögn sýndu fram á að brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni og vottorð geðlæknis sýni fram á að hann glími við langvinnar afleiðingar vegna málsins, en maðurinn var öryrki fyrir árásina. Því telur Landsréttur að maðurinn hafi þörf fyrir réttargæslumann.

Samkvæmt fyrri fréttum af málinu er brotaþoli karlmaður á fimmtugsaldri og kom málið fyrst á borðlögreglu eftir að hann leitaði sjálfur aðstoðar á Sjúkrahúsi Akureyrar, daginn eftir árásina. Í kjölfarið voru fjórir aðilar úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þrír karlmenn og ein kona. Öll höfðu þau komið við sögu lögreglu áður, sum ítrekað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“