fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Þjófnaður á lyklum hefur kostað Grafarvogslaug hálfa milljón á þremur vikum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 10:10

Frá Grafarvogslaug.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins þremur vikum hefur um 60 lyklum að búningsklefum í Grafarvogslaug verið stolið. Tjónið vegna þessa nemur rúmlega hálfri milljón. Nú er staðan þannig að laugin getur ekki endurnýjað lyklana innan skamms tíma.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það eru einhverjir sniðugir að gera okkur grikk og það er mjög erfitt að fylgjast með þessu,“ er hafti eftir Hrafni Jörgenssyni, forstöðumanni laugarinnar. Hann sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem lyklaþjófnaður hafi færst tímabundið í vöxt í Grafarvogslaug en það hefur gerst í öðrum laugum.

Þessi þjófnaðarfaraldur er bundinn við karlaklefann en þar eru 110 klefar og hefur því rúmlega helmingi lyklanna verið stolið. Hver lykill og skrá kostar 9.000 krónur og er kostnaðurinn nú orðinn 540.000 krónur.

Taka þarf þessa peninga af rekstrarfé laugarinnar sem er ekki tryggð fyrir þessu.

Hrafn sagði að reynst sé að fylgjast með á hvaða tíma lyklarnir séu að hverfa og hafi starfsfólkið því vísbendingar um hvaða hópur sé að verki. „Undanfarnir dagar hafa verið rólegir og við vonum að brandarinn sé búinn,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“