fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Gerir ekki ráð fyrir Auði á stórtónleikum í ágúst – Umboðsmaður hans virðist ekki svara neinum

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 15:23

Samsett mynd. Myndir/Fréttablaðið/Jóhanna Kristín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auður mun ekki spila á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni í ágúst eins og stefnt var að. Þetta staðfesti Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, í samtali við DV.

Auður átti að vera hluti af tónleikunum Ný klassík sem fara fram í Eldborg í Hörpu 19. og 20. ágúst á þessu ári ásamt Bríeti, Cell7, Flóna, GDRN, Joey Christ, JóaPé og Króla, Loga Pedro og Reykjavíkurdætrum. Á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur myndin sem fylgir viðburðinum verið uppfærð og Auður er ekki lengur á listanum yfir þá listamenn sem fram koma á tónleikunum.

Skjáskot af Sinfónía.is – Svona var auglýsingin fyrir fréttaburðinn af ásökununum
Skjáskot af Sinfónía.is – Svona er auglýsingin fyrir viðburðinn núna

„Hann er búinn að segja sig frá öllum verkefnum þannig hann verður ekki með,“ segir Margrét í samtali við blaðamann en Sinfóníuhljómsveitin hefur ekki náð í Steinunni Camillu, umboðsmann Auðs, vegna málsins. „Það kom yfirlýsing í gær. Við höfum ekki náð í umboðsmanninn hans en hann sendi út yfirlýsingu frá sér í gær þannig við gerum ráð fyrir því að hann verði ekki með.“

Umboðsmaðurinn svarar ekki

Það verður að segjast að það sé ansi óvenjulegt að umboðsmenn svari ekki símanum. DV hefur ítrekað reynt að ná í Steinunni Camillu og skjólstæðing hennar vegna ásakananna sem hafa tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga. Svo virðist vera sem Steinunn hafi nú lokað á númer blaðamanna DV eftir tilraunir þeirra til að ná í hana en skellt er á um leið og reynt er að hringja í símanúmerið hennar.

Það eru þó ekki bara blaðamenn DV sem ná ekki í umboðsmanninn. „Nei. Við erum að reyna að ná í umboðsmanninn hans,“ sagði Margrét þegar blaðamaður spurði hana hvort þau hefðu náð tali af tónlistarmanninum eða umboðsmanni hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra