fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Brotthvarf Búllunnar bitnar á Verzlingum – „Ég held að margir verði óánægðir“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem greint var frá mögulegri breytingu á deiliskipulagi Kringlubæjar vegna Ofanleitis 14. Þar í dag stendur hinn sívinsæli staður Hamborgarabúlla Tómasar en staðurinn hefur verið þar frá árinu 2009.

Til stendur að rífa niður húsið sem hýsir Búlluna og byggja í staðinn íbúðir og bílakjallara. Við þessa breytingu missa ansi margir ákveðna festu í lífi sínu sem er að heimsækja staðinn.

Í hverju hádegishléi heimsækja tugir, ef ekki hundruð, nemenda við Verzlunarskóla Íslands staðinn enda bara rétt handan við bílastæði nemenda. Það yrði því mikill missir fyrir nemendur skólans ef staðurinn skildi hverfa.

„Þetta er bara leiðinlegt, að missa svona góðan matsölustað í burtu. Maður skilur það alveg að það þurfi að fjölga íbúðum og það er verið að þjónusta okkur í framtíðinni með því að byggja þær,“ segir Kári Freyr Kristinsson, forseti Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands, í samtali við DV.

Hann telur að brotthvarf Búllunar muni ekki skerða fæðuöryggi Verzlinga þar sem stutt er að ganga yfir í Kringluna og versla á Stjörnutorgi.

„Ég hef ekki heyrt fólk tala mikið um þetta en ég held að fólk verði ekkert himinlifandi yfir þessu. Ég held að margir verði óánægðir,“ segir Kári að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“