fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Kona sem olli banaslysi á Þingvallavegi sumarið 2018 sakfelld og dæmd í skilorðsbundið fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. júní 2021 10:00

Frá Þingvallavegi. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. júlí árið 2018 varð hræðilegt umferðarslys á Þingvallavegi, nálægt Æsustöðum, er tveir jeppar rákust saman. Var áreksturinn svo harður að annar jeppinn lenti úti í skurði.

Meginorsök árekstrarins var sú að kona sem ók öðrum jeppanum var að taka fram úr bíl og lenti þá jeppunum saman. Kona sem var farþegi í hinum jeppanum lést af áverkum sínum eftir slysið en ökumaður þess jeppa hlaut alvarleg meiðsli.

Konan sem olli árekstrinum með framúrakstrinum var ákærð fyrir hegningarlagabrot og var ákæran svohljóðandi:

„fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 21. júlí 2018, á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, rétt austan við Æsustaðaveg, ekið bifreiðinni M, með
akstursstefnu vestur, langt yfir leyfilegum hámarkshraða, með allt að 124 km hraða miðað við klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 70 km á klukkustund, og án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu, en talsverð umferð var í báðar áttir, með þeim afleiðingum að árekstur varð milli framangreindrar bifreiðar og bifreiðarinnar N, sem einnig hafði verið ekið vestur [Þingvallaveg] og skömmu fyrir áreksturinn verið beygt til vinstri af Þingvallavegi og inn á Æsustaðaveg í suður, en bifreiðin M lenti á vinstri afturhorni bifreiðarinnar N. Við áreksturinn lést farþegi bifreiðarinnar N, A, kt. […], af innanbasts- og innanskúmsblæðingum og ökumaður sömu bifreiðar, B, kt. […], hlaut brot á öðrum hálshrygg, mörg rifbrot með loftbrjósti, áverkaloftbrjóst, mjaðmargrindarbrot, spjaldbeinsbrot, herðablaðabrot og viðbeinsbrot.“

Dómur var kveðinn upp í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur á föstudag.

Töluverður ágreiningur var fyrir dómi um hraðann sem hin ákærða var á. Sjálf sagðist hún hafa verið á 70 km hraða en dómurinn taldi sannað, miðað við skýrslur matsmanna, að hún hefði verið á að minnsta kosti 102 km hraða en taldi ósannað að hraðinn hefði verið meiri.

Niðurstaðan var að hún var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega eina og hálfa milljón króna í skaðabætur.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt