fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
EyjanFréttir

Alltof fáir lögreglumenn við störf og hlutfall menntaðra lögreglumanna hættulega lágt – Loforð og samningar ekki virtir

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 31. maí 2021 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Landssambands Lögreglumanna lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem lögreglan stendur frammi fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins. 

Í henni kemur fram að alltof fáir lögreglumenn eru við störf  hérlendis auk þess sem hlutfall lærðra lögreglumanna er hættulega lágt.  Ástandið var erfitt fyrir en ljóst sé að eftir að stytting vinnuvikunnar tók gildi þann 1.maí síðastliðinn telur stjórnin að staða löggæslu á Íslandi hafi versnað til muna.

Í umfjöllun RÚV á dögunum kom fram að þörf væri á 75 nýjum lögreglumönnum til starfa vegna styttingar vinnuvikunnar og að kostnaðurinn við það væri um 900 milljónir króna.

Þrátt fyrir stöðuna þá segir stjórn LL að ekkert bóli á auknu fjármagni frá  ríkisvaldinu til að ráða viðbótarmannskap. Það hefur í för með sér að færri lögreglumenn eru á vakt hverju sinni og að þetta ástand dragi verulega úr öryggi lögreglumanna og almennings.

Þá er greinilega að  stjórn LL  undrast andvaraleysi ríkisvaldsins. Þegar samið var um  styttri vinnuviku fyrir vaktavinnufólk hlýtur ríkisvaldinu að hafa verið ljóst að ráða þyrfti fleiri lögreglumenn til starfa og setja aukið fé í menntun lögreglumanna.

Stjórn LL krefst þess að ráðamenn standi við gerða samninga og veiti það fjármagn sem þarf til þess að manna lögregluna með viðunandi hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp