fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ófarir með nýtt einbýlishús á Rjúpnahæð – Dökkir blettir mynduðust í kverkum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. maí 2021 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sjóvá-Almennar tryggingar hf. til að greiða manni sem keypti einbýlishús að Rjúpnahæð í Garðabæ 4,5 milljónir í skaðabætur. Húsið sem maðurinn keypti tilbúið undir tréverk reyndist vera með myglu og þurfti umtalsverðan kostnað til að kveða hana niður.

Kaupandinn veitti því eftirtekt að dökkir blettir mynduðust í kverkum í hornum við mót lofts og veggja. Taldi hann að um væri að ræða myndun myglu. Það var niðurstaða matsmanna að frágangur á kuldabrúm væri rangur auk þess sem hönnun gólfhitalagnar og loftræstingar væri áfátt. Samanlagt væru þetta orsakir myglunnar.

Maðurinn gerði skaðabótakröfu á hendur tryggingafélaginu, arkitekt hússins og sveitarfélaginu Garðabæ fyrir samtals um 17 milljónir króna. Maðurinn taldi arkitektinn að hluta ábyrgan fyrir þeim hönnunargöllum sem hefðu leitt til myglunnar og ábyrgð Garðabæjar lægi í því að byggingarfulltrúi hefði samþykkt hönnunina.

Málsvörn hinna stefndu var meðal annars byggð á því að ekki hefði verið um saknæmar yfirsjónir að ræða.

Í niðurstöðu sinni tók héraðsdómur mið af þeim ráðstöfunum sem þurfti til að koma í veg fyrir rakamyndun í húsinu. Virðist það verkefni viðráðanlegt.

Var niðurstaðan sú að Garðabær og arkitektinn að húsinu eru sýknir af kröfum mannsins en Sjóvá-almennar var dæmt til að greiða honum rúmlega 4,5 milljónir króna.

 

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“