fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
EyjanFréttir

Sauð uppúr í Sprengisandi þegar Drífa og Birgir tókust á um flugfreyjurnar – „Þú ert bara að neyða okkur inn í sömu samninga og Icelandair“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 23. maí 2021 14:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins PLAY sem senn mun fljúga sitt fyrsta flug, mættust í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Óhætt er að segja að þar hafi mæst stálin stinn.

Þau Drífa og Birgir hafa tekist á í aðsendum greinum, yfirlýsingum og auglýsingum í liðinni viku. Í hnotskurn hefur Drífa sagt að samningar PLAY við stéttarfélag starfsmanna um borð í væntanlegum flugvélum flugfélagsins séu ólöglegir, gerðir við stéttarfélag sem hefur enga meðlimi og að launin sem þar sé samið um séu of lág. Birgir hefur sagt þetta alrangt og kallað málatilbúnað ASÍ aðför að flugfélaginu. PLAY lék sér svo að Drífu og birti auglýsinguna „Drífa sig út“ þar sem það auglýsti ódýra flugmiða.

Í þættinum hélt Drífa því fram, enn og aftur, að grunnlaun væru vel undir 300 þúsundum, og undir lágmarkslaunum. Birgir endurtók það sem hann hefur áður sagt, að þetta væri útúrsnúningur hjá Drífu og ASÍ, og launin væri miklu hærri, eða um 350 þúsund krónur. Af þeirri upphæð væri greitt í lífeyrissjóð og væru grunnlaun í skilningi kjarasamninga.

Drífa vakti þá athygli á því að ÍFF, stéttarfélag flugstarfsmanna PLAY, sem flugfélagið gerði umræddan samning við er ekki tilbúið að svara fyrir þann samning. Drífa spurði hverjir væru í þessu félagi. „Það er augljóst mál að þessi samningur er gerður áður en fólk er ráðið inn til félagsins. Og það er kannski ágætt að taka smá kennslustund í vinnumarkaðsfræðum. Stéttarfélög eru félög vinnandi fólks sem gera kjarasamning fyrir sína hönd við atvinnurekendur í krafti samstöðu til að forðast undirboð,“ sagði Drífa.

Birgir vakti þá athygli á því að laun flugliða á Íslandi hafa verið mikið trúnaðarmál, og nefndi að samningur Icelandair við Flugfreyjufélagið væri trúnaðarmál. Birgir ásakaði þá jafnframt ASÍ um að reka sína baráttu í fjölmiðlum. „Afhverju þarf þetta allt að gerast í fjölmiðlum, með einhliða stríðsyfirlýsingum ASÍ?“ „Við höfum verið til í að hitta ykkur með kjarasamning á borðinu, og það er alveg á hreinu að þú ræður því ekki hverjir mæta til samninga fyrir hönd ASÍ,“ skaut Drífa að.

Drífa hvatti fyrr í vikunni að flugfélagið yrði sniðgengið og er ljóst að þau orð Drífu fóru mikið fyrir brjóstið á Birgi. Sagði hann Drífu hafa ræst út her gegn nýstofnuðu einkafélagi sem væri að hefja rekstur. Drífa tók því að sjálfsögðu ekki þegjandi og sagðist myndi vera sú fyrsta til þess að kaupa flugmiða með flugfélaginu, gengi það að kröfum ASÍ um að semja við almennilegt stéttarfélag og gera almennilega kjarasamninga. „Svona aðferðir, að gera óljósa samninga við óljós félög […] eru ekki boðleg vinnubrögð. Þess vegna stígum við mjög fast til jarðar,“ sagði Drífa.

Á þessum tímapunkti var mikill hiti hlaupinn í leikinn og gengu framíköll á víxl svo að Sigurjón M. Egilsson átti fullt í fangi með að stilla til friðar milli þeirra.

Enn meira orðaskak fylgdi þeim gestum Sigurjóns þar til hann lýsti því yfir að þau ætti að hittast utan fjölmiðla og útkljá þessi mál, fyrir fullt og allt. „Já, ég held það sé best, voru síðustu orð þáttarins.“

Viðtalið má heyra hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi