fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Fyllerísrúntur í Vesturbænum á rafhlaupahjóli endaði illa – Lá blóðugur á jörðinni með sprunga vör og brotnar tennur

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 23. maí 2021 11:00

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir miðnætti kom lögreglan að ölvuðum manni liggjandi utandyra með leiguhlaupahjól sér við hlið í Vesturbæ Reykjavíkur. Segir í tilkynningu lögreglu að maðurinn hafi verið alblóðugur í andliti, efri vör hans bólgin og tvær tennur brotnar. „Sjúkrabifreið kom á vettvang og hlúði að manninum en hann vildi ekki fara með þeim á Bráðadeild,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Þetta er ekki fyrsta tilkynningin um rafskútuslys sem berst lögreglu, og raunar ekki sú eina í gærkvöldi, því aðeins 4 mínútum eftir að lögreglan var kölluð til vestur í bæ var tilkynnt um eins slys í Hafnarfirði. Féll þar kona af rafhlaupahjóli. Konan hlaut höfuðhögg við fallið og missti meðvitund auk þess sem blæddi úr höfði hennar.

Þriðja rafskútuslysið í nótt var svo tilkynnt í Vesturbænum klukkan hálf fjögur, en engin meiðsl á fólki voru bókuð í dagbók lögreglu.

Einn var gripinn á nagladekkjum í borginni í nótt og verður sektaður. Sektin á hvert dekk er 20 þúsund krónur. Þá voru nokkrir handteknir vegna ölvunaraksturs og ölvunar á almannafæri. Voru sumir þeirra vistaðir í fangageymslu sökum ástands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Í gær

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu

Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“