fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Daði og Gagnamagnið lentu í 4. sæti í Eurovision – Ítalir báru sigur úr býtum – Unnu síðast 1990

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 22. maí 2021 22:47

Daði og Gagnamagnið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Freyr Pétursson og liðsmenn hans í Gagnamagninu gerðu sér lítið fyrir og báru sigur úr býtum á Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem lauk í Rotterdam rétt í þessu. Eða svona næstum því.

Daði og félagar voru í fimmta sæti eftir kosninguna hjá dómnefndum hinna 39 landa sem kusu með 198 stig. Aðeins einu sinni fékk Ísland fullt hús stiga en það voru Austurríkismenn sem báru ábyrgð á því. Svisslendingar voru í forystu eftir þennan fyrri hluta með 267 stig en á eftir þeim voru Frakkland, Malta og Ítalía.

Alls hlutu Daði og félagar 180 stig í kosningu almennings sem fleytti íslenska framlaginu upp fyrir Möltu og í fjórða sætið. Ítalir báru sigur úr býtum að lokum en framlag hljómsveitarinnar Måneskin, lagið Zitti E Buoni, féll vel í kramið hjá áhorfendum. Þetta er er í þriðja sinn sem Ítalir vinna Eurovision, það gerðist fyrst árið 1964 en seinna skiptið var árið 1990.

Glæsilegur árangur hjá Daða Frey og Gagnamagninu sem voru landi og þjóð til sóma. Um er að ræða besta árangur Íslands undanfarin 12 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins