fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Kristján sýknaður í Landsrétti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. maí 2021 15:55

samsett mynd/instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms gegn Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni fyrir líkamsárás. Telur Landsréttur héraðsdóm ekki hafa fært sönnur á að Kristján hafi gerst sekur um brotið.

Kristján er þekkt Instagram stjarna en samband hans og stórsöngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur hefur vakið athygli, ekki síst þar sem á milli þeirra er 21 árs aldursmunur.

Kristján var í desember síðastliðnum ákærður fyrir hótanir gegn lögreglumönnum en það mál hefur ekki verið tekið fyrir hjá dómstólum. Árið 2016 var hann ákærður fyrir að hafa hlaupið niður konu og ýtt henni þannig að hún féll í götuna og hlaut beinbrot á „fjarenda vinstri sveifar og ótilfært þverbrot fremst á ölnarbeini vinstri handleggs“. Átti þetta að hafa gerst utandyra í Hafnarstræti í Reykjavík. Málið var ekki tekið fyrir í héraðsdómi fyrr en þremur árum eftir atvikið. Þar var hann fundinn sekur um líkamsárás og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ennfremur þurfti hann að greiða hálfa milljón í skaða- og miskabætur.

Kristján neitaði sök fyrir dómi og sagði að brotaþoli hefði gengið í veg fyrir hann og neitaði hann að hafa ýtt við konunni. Sagðist hann hafa verið að hlaupa á eftir þáverandi kærustu sinni eftir að hafa gert sér upp flogakast til að vekja athygli hennar. Hann hefði verið ölvaður og ekki haft ásetning til að ráðast á brotaþola.

Framburður vitna gaf til kynna að konan hefði gengið í veg fyrir Kristján og hafði það atriði mikið vægi í niðurstöðu Landsréttar. Ekki sé samræmi á milli framburðar brotaþola og tveggja vitna að atvikinu, segir Landsréttur. Því sé ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Kristján hafi valdið meiðslum konunnar með ásetningi eða haft ásetning til líkamsárásar eins og kært var fyrir.

Kristján hafði einnig verið sakfelldur fyrir væg fíkniefnabrot í héraðsdómi og voru þau hluti af ákærunni, en Landsréttur ákvað að gera honum ekki refsingu fyrir þau. Er honum því ekki gerð refsing og einkaréttarkröfu brotaþola var vísað frá dómi. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði og áfrýjunarkostnaður sömuleiðis.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“