fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Vísindamaður varar fólk við stórhættu við eldstöðvarnar – Ef þetta gerist áttu að forða þér af svæðinu

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 21. maí 2021 11:10

Mynd/Samsett - Mynd af eldgosi: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli fólks sem fór að eldgosinu í gær að hárið á fólki stóð upp í loft. Nú hefur komið í ljós að ef þetta gerist á fólk að forða sér af svæðinu og helst á það að fara inn í bílinn sinn.

„Fór aftur upp að gosinu í kvöld. Þetta er orðið algjörlega mindblowing dæmi,“ sagði íslenskur Twitter-notandi að nafni Haukur Heiðar á Twitter-síðu sinni í gær. Haukur ávarpaði svo Sævar Helga Bragason, jarðfræðinginn og vísindamiðlarann sem betur er þekktur sem Stjörnu-Sævar.

„Getur þú útskýrt afhverju hárið á öllum stóð upp í loftið, jafnvel þótt það rigndi duglega?“ spurði Haukur. Fyrir neðan birtist svo mynd af konu við eldstöðvarnar en á myndinni má sjá hvernig hárið stendur upp í loftið. Myndina sem um ræðir má sjá í færslunni hér fyrir neðan.

Sævar var fljótur að svara en hann bað um aðstoð veðurfræðings. „Jahá! Stöðurafmagn í loftinu og hætta á eldingum á svæðinu. Ég þarf veðurfræðing sem lærði á frægu eldingasvæði í þetta,“ sagði Sævar og ávarpaði Elínu Jónasdóttur sem svaraði innan skamms með áríðandi upplýsingum til fólks.

Elín benti á að þetta væru hættulegar aðstæður og að fólk eigi að forða sér af svæðinu ef þetta kemur fyrir.

„Já þarna er greinilega mjög hlaðið andrúmsloft, væntanlega vegna skúra klakanna sem mynduðust yfir svæðinu í dag, hefur ekkert með eldgosið að gera (nema ef hraunbreiðan jók á uppstreymið sem er líklegt). Það á að forða sér úr þessum aðstæðum niður á lægra svæði, helst inn í bíl,“ segir Elín.

Ljóst er að þessar upplýsingar skjóta einhverjum skelk í bringu. „Guð, ef ég hefði verið þarna með þessa vitneskju, þá hefði ég líklegast farið að gráta,“ segir til að mynda einn Twitter-notandi í athugasemd við færslu Elínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill kemur þéttingu byggðar til varnar – „Nauðsynleg og óhjákvæmileg“

Egill kemur þéttingu byggðar til varnar – „Nauðsynleg og óhjákvæmileg“
Fréttir
Í gær

Fráleitt að rugla skipulag Grafarvogs með þéttingu – „Borgarstjórnin nýja getur enn þá hætt við“

Fráleitt að rugla skipulag Grafarvogs með þéttingu – „Borgarstjórnin nýja getur enn þá hætt við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti