fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Vísindamaður varar fólk við stórhættu við eldstöðvarnar – Ef þetta gerist áttu að forða þér af svæðinu

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 21. maí 2021 11:10

Mynd/Samsett - Mynd af eldgosi: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli fólks sem fór að eldgosinu í gær að hárið á fólki stóð upp í loft. Nú hefur komið í ljós að ef þetta gerist á fólk að forða sér af svæðinu og helst á það að fara inn í bílinn sinn.

„Fór aftur upp að gosinu í kvöld. Þetta er orðið algjörlega mindblowing dæmi,“ sagði íslenskur Twitter-notandi að nafni Haukur Heiðar á Twitter-síðu sinni í gær. Haukur ávarpaði svo Sævar Helga Bragason, jarðfræðinginn og vísindamiðlarann sem betur er þekktur sem Stjörnu-Sævar.

„Getur þú útskýrt afhverju hárið á öllum stóð upp í loftið, jafnvel þótt það rigndi duglega?“ spurði Haukur. Fyrir neðan birtist svo mynd af konu við eldstöðvarnar en á myndinni má sjá hvernig hárið stendur upp í loftið. Myndina sem um ræðir má sjá í færslunni hér fyrir neðan.

Sævar var fljótur að svara en hann bað um aðstoð veðurfræðings. „Jahá! Stöðurafmagn í loftinu og hætta á eldingum á svæðinu. Ég þarf veðurfræðing sem lærði á frægu eldingasvæði í þetta,“ sagði Sævar og ávarpaði Elínu Jónasdóttur sem svaraði innan skamms með áríðandi upplýsingum til fólks.

Elín benti á að þetta væru hættulegar aðstæður og að fólk eigi að forða sér af svæðinu ef þetta kemur fyrir.

„Já þarna er greinilega mjög hlaðið andrúmsloft, væntanlega vegna skúra klakanna sem mynduðust yfir svæðinu í dag, hefur ekkert með eldgosið að gera (nema ef hraunbreiðan jók á uppstreymið sem er líklegt). Það á að forða sér úr þessum aðstæðum niður á lægra svæði, helst inn í bíl,“ segir Elín.

Ljóst er að þessar upplýsingar skjóta einhverjum skelk í bringu. „Guð, ef ég hefði verið þarna með þessa vitneskju, þá hefði ég líklegast farið að gráta,“ segir til að mynda einn Twitter-notandi í athugasemd við færslu Elínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi