fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

María skýtur föstum skotum á Áslaugu, Katrínu og Guðlaug – Býður þeim í Eurovison-partý og vill svo að þau útskýri þetta

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 19:45

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan María Lilja Þrastardóttir skýtur föstum skotum á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, á Twitter í kvöld.

María bíður ráðherrunum þremur í Eurovison-partý, og ætlar meira að segja að hafa veitingar á boðstólum. Þannig er nefnilega mál með vexti að hjá Maríu dvelur Palestínumaður sem var vísað á götuna af Útlendingastofnun í vikunni. Að sögn Maríu er sá kokkur sem ætlar sér að elda falafel með Eurovison í kvöld.

Hún segir að draumur mannsins sé að opna veitingastað þar sem hann væri frjáls frá óeirðunum í Palestínu.

„Draumurinn er að opna stað hér í friði undan sprengiregni Ísraela.“

Þá bætir María við. Hún vill sjá ráðherrana þrjá útskýra fyrir Palestínumanninum afhverju hann megi ekki dvelja á Íslandi.

„Mig langar að sjá ykkur segja honum í persónu afhverju hann má ekki vera hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu

Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur fær hjálp úr óvæntri átt – Össur kemur til varnar

Hildur fær hjálp úr óvæntri átt – Össur kemur til varnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gerir athugasemd við fréttaflutning – „Skjólstæðingur minn var ekki ákærður fyrir hótanir af nokkru tagi“

Gerir athugasemd við fréttaflutning – „Skjólstæðingur minn var ekki ákærður fyrir hótanir af nokkru tagi“