fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Fossar og Guðmundur Björnsson stofna Glym

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 10:52

Guðmundur Björnsson Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fossar og Guðmundur Björnsson standa að stofnun sjóðastýringarfyrirtækisins Glyms eignastýringar ehf., sem tók formlega til starfa í byrjun mánaðarins. Guðmundur er framkvæmdastjóri nýstofnaðs fyrirtækis, en hann var áður forstöðumaður áhættustýringar hjá Kviku eignastýringu, eigna- og sjóðastýringarfélagi Kviku banka. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs og áhættustýringar GAMMA Capital Management.

„Ég hlakka mjög til þess að takast á við spennandi uppbyggingu og verkefni á nýjum vettvangi. Þróun ytra umhverfis hefur haft í för með sér umtalsverðar breytingar í útlánastefnu hefðbundinna lánveitenda. Þetta gerir það að verkum að sérhæfðir lánveitendur á borð við lánasjóði eru í einstakri stöðu til að fylla í skarðið, einkum hvað varðar óhefðbundnar fjármögnunarlausnir til minni og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri Glyms.

Glymur eignastýring ehf. verður skráður rekstraraðili sérhæfðra sjóða og leggur áherslu á sérhæfðar fjárfestingar, einkum óskráðar skuldabréfa- og lánaafurðir, auk sérvalinna fjárfestinga fyrir fagfjárfesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Í gær

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Sönn saga sem sló í gegn og er uppseld hjá útgefanda

Sönn saga sem sló í gegn og er uppseld hjá útgefanda