fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Augustin dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun – Hryllingurinn hófst eftir ferð á Kalda Bar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 18:00

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtugur maður að nafni Augustin Dufatanye, sem er með íslenska kennitölu og skráður til heimilis í miðbæ Reykjavíkur, var í dag, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.

Aðdragandi málsins er sá að brotaþoli fór með vinum sínum á Kalda Bar miðvikudaginn 20. mars árið 2019 og var þar fram yfir miðnætti. Konan var í samskiptum við Augustin og fleiri á staðnum. Leiðir konunnar og samferðafólks hennar skildu um eittleytið um nóttina.

Konan vaknaði á sjötta tímanum morgunin eftir, fáklædd, í ókunnugri íbúð í fjölbýlishúsi. Hún klæddi sig og hraðaði sér með leigubíl heim til sín.

Í eftirmiðdaginn leitaði hún til neyðarmóttöku í fylgd með eiginmanni sínum. Þar gaf hún hjúkrunarfræðingi stutta frásögn um hvað gerst hefði en hún taldi að brotið hefði verið gegn sér kynferðislega. Gekkst hún undir sýnatökur, meðal annars vegna DNA-rannsóknar. Áverkar voru á kynfærasvæði konunnar. Um það segir í texta dómsins:

„Vitnið H læknir, gerði grein fyrir læknisskoðun brotaþola á neyðarmóttöku og staðfesti skýrslu um þá skoðun. Í framburði hans kom meðal annars fram að hann hefði gert
kvenskoðun á brotaþola. Áverkar á kynfærum hennar hefðu verið ferskir. Þeir hefðu bent til þess að stafa af samförum umfram það sem væri í samræmi við venjulegt ástarsamband og að samfarirnar hefðu staðið yfir í einhvern tíma. Ekki hefði verið rakamyndun í kynfærunum og því hefði teygst á húðinni með sprungumyndun. Um hefði verið að ræða sprungu hægra megin á milli barma, sprungur neðst í leggangaopi og eitt mjög lítið sár á þeim sama stað. Áverkar af þessum toga gætu hafa orðið til við það að fingri, einum eða fleirum, væri stungið inn í kynfærin en það væri ekki algengt. Samfarir væru hins vegar mun líklegri skýring á áverkunum, einkum varðandi fyrrgreindar sprungur neðst í leggangaopinu.“

Lögregla tók skýrslur af vitnum, meðal annars vinum brotaþola, ennfremur var myndefni úr eftirlitsmyndavélum á Kalda Bar skoðað.

Þegar skýrslur voru fyrst teknar af Augustin, hinum ákærða, kannaðist hann ekki við að hafa verið í samskiptum við konuna. Honum var þá sýnt myndefni úr eftirlitsmyndavélum Kalda Bars sem sannaði hið gagnstæða. Sagði hann þá að hún hefði gengið með honum heim um nóttina en leiðir skilið þar og hún tekið leigubíl heim til sín.

Talið var að konan hefði ekki getað veitt viðnám við tilburðum hins ákærða um nóttina vegna svefndrunga og ölvunar. Mælingar á alkóhólmagni í blóði hennar, þegar hún leitaði til neyðarmóttöku, mörgum klukkustundum eftir atvikið, studdu þetta. Þetta er jafnframt ástæðan fyrir því að konan hafði mjög slitróttar minningar um ofbeldið sem hún var beitt en glímdi við mikla vanlíðan eftir nóttina.

Fyrir dómi var metið að sönnunargögn studdu frásögn konunnar og framburður hennar var stöðugur og trúverðugur. Framburður hins ákærða var hins vegar metin ótrúverðugur. Þá bentu öll gögn fyrir rétti um ástand konunnar eftir atvikið, bæði líkamlegt og andlegt, til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti.

Augustin Dufatanye var því sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hann var dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur og allan sakarkostnað sem nemur hátt í fjórum milljónum króna.

Dóminn má lesa hér

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa