fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Ógnvaldurinn á Bíldudal finnst ekki – Ákærður eftir óhugnanleg atvik í febrúar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 14:30

Frá Bíldudal. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur birt fyrirkall og ákæru í Lögbirtingablaðinu á hendur erlendum manni sem býr á Bíldudal. Verður réttað yfir honum vegna ofbeldisbrots sem hann er sagður hafa framið um miðjan febrúar. Fyrirtaka í málinu verður mánudaginn 28. júní fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Maðurinn finnst ekki og því er tilkynningin birt. Ef hann mætir ekki til dóms verður réttað yfir honum fjarstöddum.

Maðurinn rataði í fréttir í febrúar vegna framferðis síns á Bíldudal. Á vef Fréttablaðsins sagði:

„Að því er kemur fram í færslunni var lög­regla fyrst kölluð til að í­búðar­húsinu sunnu­dags­kvöldið 14. febrúar síðast­liðinn þar sem átök höfðu átt sér stað en einn maður reyndist þar slasaður og með skerta með­vitund.

Hann var í kjöl­farið fluttur með þyrlu Land­helgis­gæslunnar á sjúkra­hús í Reykja­vík en hann reyndist ekki vera með al­var­lega á­verka. Sá sem var grunaður um að valda á­rásinni var færður í fanga­geymslu á Pat­reks­firði en sleppt lausum daginn eftir.“

Síðan greinir frá því að sama dag og manninum var sleppt úr varðhaldi hafi hann ógnað manni með hnífi og verið handtekinn aftur.

Í ákærunni er aðeins þetta síðara atvik tilgreint og maðurinn aðeins ákærður vegna þess. Í ákærunni segir að hann hafi mánudaginn 15. febrúar hótað manni lífláti á heimili ákærða með því að draga upp hníf, ota hnífnum að manninum og í kjölfarið kasta hnífnum þannig að hann lenti í gólfinu nálægt fótum þolandans. Hafi hann jafnframt sagt þolandanum að hann gæti drepið hann ef hann vildi. Er þess krafist að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Í gær

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið
Fréttir
Í gær

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni