fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Baldur kastaði hraðsuðukatli í fangaverði – Áður dæmdur fyrir að lúberja hælisleitanda og fjölmörg önnur brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. maí 2021 11:00

Baldur Kolbeinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaðurinn Baldur Kolbeinsson var síðastliðinn miðvikudag sakfelldur fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir nokkur brot. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa í fangelsinu á Litla Hrauni kastað hraðsuðukatli í fjóra fangaverði með þeim afleiðingum að einn fangavarðanna fékk ketilinn í höfuðið og hlaut hann meiðsli af.

Hann var ennfremur sakaður um hótanir um líkamsmeiðingar við lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og að hafa hrækt á fangaverði og lögreglumenn.

Baldur á langan afbrotaferil að baki og hefur setið meira og minna í fangelsi frá 17 ára aldri. Árið 2018 var hann sakfelldur fyrir að hafa lúbarið hælisleitanda á Litla Hrauni í félagi við annan mann. Enn fremur hefur hann verið dæmdur fyrir að maka saur í munn samfanga og bíta stykki úr vör manns.

Það var virt Baldri til refsilækkunar að meðferðin á máli hans hefur dregist mjög lengi en afbrotin voru framin í desember árið 2019. Í dómnum segir að mikil breyting hafi orðið á högum Baldurs og má skilja það svo að hann hafi bætt ráð sitt. Ekki er þó greint nánar frá því.

Baldur var dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir þessi afbrot og til að greiða sakarkostnað upp á 320.000 krónur.

Dóminn má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“