fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Skutlari grunaður um sölu áfengis úr skottinu

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 06:25

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en samtals voru yfir 100 mál skráð í dagbók lögreglu.

Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt um líkamsárás í Grafarholti en þegar lögregla mætti á svæðið voru árásarmennirnir farnir. Árásarþoli var með skurð á hendi og fékk aðhlynningu frá áhöfn sjúkrabifreiðar.

Lögreglan var með umferðarpóst á Bústaðavegi þar sem kannað var með ástand ökumanna. Við þetta skapaðist mikil umferðarteppa en einn er grunaður um ölvun við akstur og einn ökumaður reyndist vera réttindalaus.

Klukkan tæplega hálf þrjú var bifreið stoppuð á Reykjanesbrautinni þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann gaf sýni sem reyndist vera neikvætt en tveir farþegar voru í bifreiðinni sem ökumaðurinn kvaðst vera að skutla til Hafnarfjarðar. Ökumaðurinn er grunaður um að stunda leiguakstur án leyfis og sölu áfengis en farangursgeymsla bifreiðarinnar var full af áfengi sem var haldlagt fyrir rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“