fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Jóhanna Vigdís er enn að jafna sig eftir að hafa heyrt í hjónunum í Bónus – „Hinn mögu­leikinn er auð­vitað að læsa þessi hjón inni“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. maí 2021 10:53

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa óvenjulega margir gróðureldar komið upp á og í kringum höfuðborgarsvæðið. Mikil sól hefur verið á suðvesturhorninu undanfarið og lítið um rigningu á sama tíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem hefur áhyggjur af sinueldunum.

„Fréttir af eld­hættunni sem stafar af sinu og trjá­gróðri í ein­muna þurrka­tíð undan­farinna vikna hafa tekið við af Co­vid-fréttum á for­síðum blaðanna. Það er aug­ljóst að grill­partí á Stór-Skorra­dals-Gríms­nes­svæðinu eru ekki málið þessa dagana,“ segir Jóhanna í bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Jóhanna segist vera stoltur eigandi sumarhúss á Vesturlandi, nánar tiltekið í Skorradal. Hún hefur eytt nokkrum dögum í að raka sinu, saga niður tré í kringum húsið en auk þess hefur hún gengið svo langt að safna saman þurru laufi. Þetta gerir hún að öllum líkindum til að koma í veg fyrir að eldur kvikni og berist að sumarhúsinu.

„Það er ekki mjög ís­lenskt, enda erum við svo óvön trjám að það má helst ekki skerða greinar þeirra, hvað þá saga þau niður. Ég fór sem sagt um hlíðina með sög í vinstri og hrífu í hægri, eins og kona gerir á upp­stigningar­dag. Sumir myndu segja eins og eldur í sinu.“

Jóhanna segir svo frá því þegar hún fór í Bónus í Borgarnesi en þar heyrði hún miðaldra hjón tala um að grilla. „Ég er því enn að jafna mig eftir að hafa, ó­vart vel að merkja, heyrt á tal mið­aldra hjóna í Bónus í hinum eðla bæ Borgar­nesi. Þau töluðu í hálfum hljóðum (svona heyri ég ó­skap­lega vel) um hvað þau ættu að grilla í bú­staðnum, kalda pipar­sósu með grill­steikinni, og mikil­vægi þess að muna eftir að kaupa kol og grill­vökva,“ segir hún.

„Nú gæti for­sjár­hyggju­fólk haldið því fram að skyn­sam­legast væri að læsa kol og grill­vökva inni á meðan við bíðum eftir hinu eðli­lega ís­lenska rigningar­sumri. Hinn mögu­leikinn er auð­vitað að læsa þessi hjón inni þar til byrjar að rigna. En trúið mér, reynslan sýnir að ís­lenska rigningar­sumarið mun koma. Þangað til skulum við ekki vera grillandi kjána­prik, um­kringd þurri sinu og brakandi árs­gamalli lúpínu. Það er líka miklu meiri stemning að grilla í grenjandi rigningu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað