fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Guðni ósáttur við Sky Lagoon og lætur eigendurna heyra það

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 12:00

Samsett mynd. Í bakgrunni er mynd af Facebook-síðu Sky Lagoon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnun nýrra sjóbaða á Kársnesi í Kópavogi fyrir nokkrum dögum hefur vakið mikla athygli og margir telja að hér sé risin ferðamannaparadís sem eigi eftir að njóta vinsælda um ókomna framtíð.

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, stingur niður penna í Morgunblaðinu í dag og skefur ekki utan af því. Guðni hefur svo sannarlega ekkert á móti sjóböðum en það er nafngiftin „Sky Lagoon“ sem stingur í augu hans. Telur hann nafngiftina vera hluta af þróun þar sem miðaldra karlmenn í atvinnulífinu grafa undan íslenskri tungu.

Guðni segir:

„Oft heyr­ist að börn og ung­ling­ar séu ís­lensk­unni verst og séu mest ensku­skot­in í tali. Þetta er alrangt. Þau læra er­lend tungu­mál strax en stærst­ur hluti þeira tal­ar gott móður­mál. En börn­in læra það sem fyr­ir þeim er haft. Ég held að verstu óvin­ir ís­lensk­unn­ar séu miðaldra karl­ar í at­vinnu­rekstri. Fyr­ir­tækja­nöfn­in eru til vitn­is um það. Dauði ís­lensk­unn­ar blas­ir við í nafn­gift­um fyr­ir­tækja og er brenni­merkt á stafn og dyr, er­lend nöfn og heiti. Þótt mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra Lilja Al­freðsdótt­ir geri margt til að styrkja stöðu ís­lenskr­ar tungu og reyni að bjarga bóka­út­gáf­unni, þá kem­ur at­vinnu­lífið úr allt ann­arri átt og van­v­irðir grund­vall­ar­atriði nafn­gifta fyr­ir­tækja.“

Skýja­lónið eða Skýja­borg­in

Guðni bendir á að árið 2011 hafi Alþingi sett ákvæði í stjórnarskrá Íslands um að íslenska sé þjóðtunga landsins. „Þjóðtung­an er sam­eig­in­legt mál lands­manna. Stjórn­völd skulu tryggja að unnt verði að nota hana á öll­um sviðum ís­lensks þjóðlífs,“ segir í ákvæðinu. Guðni telur að sú árátta að gefa íslenskum fyrirtækjum ensk heiti brjóti gegn því.

Til samanburðar bendir Guðni á að heitið Bláa Lónið sé afburðagott. Eigendur Sky Lagoon hefðu átt að fara svipaða leið:

„Skýja­lónið eða Skýja­borg­in hefði verið kjörið og lýs­andi nafn á „Sky Lagoon“, því þar verða gest­irn­ir skýj­um ofar af sælu.“

Guðni gagnrýnir að atvinnurekendur borgi ráðgjöfum fyrir að setja útlend nöfn á fyrirtæki sín sem staðsett eru á Íslandi:

„Við eig­um eitt elsta mál heims­ins. Þú mynd­ir, les­andi góður, skilja Ingólf Arn­ar­son, fyrsta land­nem­ann í Reykja­vík, ef þú mætt­ir hon­um á Arn­ar­hóli. Ingólf­ur mundi spyrja þig: „Hví þetta rugl í nafn­gift­um, land þjóð tunga, þrenn­ing sönn og ein,“ myndi hann mæla og bæta við: „Það er ís­lensk tunga sem hef­ur mótað land þitt og höfuðborg þess.“ Nema enska sé tal­mál himna­rík­is? Og karl­inn far­inn að ryðga í tungu­mál­inu.

Eyja­fjalla­jök­ull var skemmti­leg­asta vekefni sem frétta­menn um víða ver­öld reyndu að bera fram, besta ókeyp­is aug­lýs­ing allra tíma. Grind­vík­ing­ar nefndu nýja hraunið Fagra­hraun, ramm­ís­lenskt og lýs­andi. Hvers vegna legg­ur ríkið millj­arða í móður­máls­kennslu þegar mis­vitr­ir at­vinnu­rek­end­ur borga ráðgjöf­um fyr­ir að setja út­lend nöfn á fyr­ir­tæk­in, staðsett á Íslandi? Tungu­málið er okk­ar stærsta eign ásamt land­inu sjálfu og ger­ir okk­ur að þjóð. En kannski er öll­um sama um forna frægð móður­máls­ins, lands og þjóðar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“
Fréttir
Í gær

Tvö smit utan sóttkvíar

Tvö smit utan sóttkvíar
Fréttir
Í gær

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni
Fréttir
Í gær

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saga segir sig frá máli Sölva Tryggva – Biðst afsökunar á hlaðvarpinu

Saga segir sig frá máli Sölva Tryggva – Biðst afsökunar á hlaðvarpinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn greindist utan sóttkvíar

Einn greindist utan sóttkvíar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“