fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Gómsætt gjaldþrota – Skilja eftir sig 40 milljóna gat þrátt fyrir samning við borgina um rekstur á Iðnó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 16:30

Iðnó. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok urðu í þrotabúi veitingafyrirtækisins Gómsætt ehf þann 27. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur voru rúmlega 40 milljónir króna.

Árið 2017 bauð borgin út rekstur Iðnós við Tjörnina og hlaut Gómsætt verkefnið og rak húsið frá 2017. Frá 2001 til 2017 var rekstur Iðnós í höndum Margrétar Rósu Einarsdóttur. Hún höfðaði skaðabótamál á hendur borginni vegna þeirrar ákvörðunar að taka tilboði Gómsætts í reksturinn, sem hún taldi ekki í samræmi við útboðsgögn, en héraðsdómur vísaði málinu frá.

Á árum áður voru leiksýningar Leikfélags Reykjavíkur í húsinu en þær fluttust síðan upp í Borgarleikhúsið í Kringlunni þegar það reis. Undanfarna áratugi hafa verið veitingasala, einkasamkvæmi og ýmsir viðburðir í Iðnó.

Öllum reksri í Iðnó var hins vegar hætt í maí 2020 og húsinu lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“