fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Namibískir fjölmiðlamenn fordæma árásir Samherja – „Við stöndum með kollegum okkar á Íslandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 11:57

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag namibískra fjölmiðlamanna (NAMPU) hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hátterni Samherja gegn RÚV og Helga Seljan er fordæmt. Eins er hvatt til þess að fjölmiðlamenn um heim allan, einkum í Evrópu, stígi fram og styðji við kollega sína á Íslandi.

Í yfirlýsingunni segir:

„Síðan fréttir bárust í nóvember 2019 af stærsta spillingarskandal Namibíu – Samherjamálinu – sem háttsettir stjórnmálamenn, og stór fyrirtæki voru flækt í, hafa íslenskir fjölmiðlamenn sem unnu að umfjölluninni á Íslandi þurft að eiga við herferð af einelti og áreitni.“

Er þar vísað til fjölda myndskeiða og yfirlýsinga sem Samherji hefur staðið fyrir undanfarin misseri. Nú síðast birtist auglýsing á besta stað á mbl.is þar sem Samherji hjólaði í RÚV. Eins minnir NAMPU á það að Helgi Seljan hafi orðið fyrir beinni áreitni, en eins og flestir vita áreiti Jón Óttar Ólafsson, starfsmaður Samherja, Helga um nokkurt skeið meðal annars með því að sitja fyrir honum á kaffihúsum og senda honum ítrekað skilaboð.

NAMPU segir allt þetta gert til að þagga umfjöllunina um Samherjamálið niður

„Íslenska fyrirtækið sem er þungamiðjan í þessum spillingar ásökunum, Samherji, hefur beitt ýmsum aðferðum til að ógna fréttamönnum, til dæmis með upplýsingaóreiðu, áróðursmyndböndum og jafnvel með beinni áreitni, allt í þeim tilgangi að þagga niður ásakanirnar um meinta spillingu fyrirtækisins í Namibíu.

NAMPU fordæmir hátterni Samherja hvað þetta varðar og skorar á fyrirtækið að hætta að áreita blaðamennina sem fjalla um Samherjamálið.

Fyrirtækið, þrátt fyrir að hafa rétt á að svara fyrir sig, á ekki að leitast við því að þagga niður opinbera umræðu um hlut þeirra í Samherjamálinu. 

Við stöndum með kollegum okkar á Íslandi sem hafa orðið fórnarlömb ógnana og áreitni Samherja allt vegna vinnu þeirra við Samherjamálið. 

Þar að auki köllum við eftir því að vinnuveitendur blaðamanna sem og yfirvöld sem hafa með fjölmiðlafrelsi að gera á Íslandi, geri sitt besta til að tryggja það að fjölmiðlar geti unnið í þágu almennings með því að koma upp um spillingu. 

Að lokum hvetjum við blaðamenn um allan heim, sérstaklega í Evrópu, til að styðja við kollega sína á Íslandi og fordæma ógnandi hátterni einkaaðila. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“