fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Hrefnuveiðimaður ákærður fyrir árás á lögregluþjón

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. maí 2021 12:30

Vogaafleggjari. Mynd: Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Sigmundsson, 49 ára gamall maður frá Reykjanesbæ, hefur verið ákærður fyrir árás á lögreglumann við störf. Hið meinta atvik átti sér stað á Reykjanesbraut austan við Vogaafleggjara þann 21. júlí árið 2020.

Þröstur var nokkuð í fréttum árið 2016 er fyrirtæki hans, Runo ehf, sótti um leyfi til hrefnuveiða. Þröstur veiddi nokkrar hrefnur þá um vorið.

Í ákærunni er Þröstur sagður hafa veist að lögreglumanninum sem var við skyldustörf, tekið hann hálstaki með hægri hönd sinni og þrengt að.

Héraðssaksóknari krefst þess að Þröstur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi
Fréttir
Í gær

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum