fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Hrefnuveiðimaður ákærður fyrir árás á lögregluþjón

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. maí 2021 12:30

Vogaafleggjari. Mynd: Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Sigmundsson, 49 ára gamall maður frá Reykjanesbæ, hefur verið ákærður fyrir árás á lögreglumann við störf. Hið meinta atvik átti sér stað á Reykjanesbraut austan við Vogaafleggjara þann 21. júlí árið 2020.

Þröstur var nokkuð í fréttum árið 2016 er fyrirtæki hans, Runo ehf, sótti um leyfi til hrefnuveiða. Þröstur veiddi nokkrar hrefnur þá um vorið.

Í ákærunni er Þröstur sagður hafa veist að lögreglumanninum sem var við skyldustörf, tekið hann hálstaki með hægri hönd sinni og þrengt að.

Héraðssaksóknari krefst þess að Þröstur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds

Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað
Fréttir
Í gær

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur