fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Sjáðu myndirnar: Svona lítur maturinn á sóttkvíarhótelinu út – „Þetta var ógeð“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 16:00

Samsett mynd. Myndir af matnum eru af Twitter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóttkvíarhótelið á Þórunnartúni hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og vikur. Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen er á meðal þeirra sem dvelja þar. Vinur hans og tónlistarmaðurinn Svein­björn Thoraresen, sem betur þekktur sem Hermi­gervill, hefur leyft fylgjendum sínum á Twitter að skyggnast inn í lífið og þá sérstaklega matinn á sóttkvíarhótelinu.

„Nú er vinur minn Davíð Berndsen að nýta sér sóttkvíarúrræðið í Þórunnartúni. Það munar 2 hæðum að ég gæti vinkað honum úr eldhúsglugganum hjá mér. Er með live feed úr prísundinni og það stefnir í stórgott raunveruleikasjónvarp þessa vikuna,“ sagði Sveinbjörn í fyrsta tíst um dvöl Davíðs á hótelinu.

Þá birti hann mynd af matnum sem Davíð fékk þann daginn en maturinn sem boðið var upp á varð að eins konar þema yfir næstu daga sem á eftir komu.

Eins og sést í færslunni hér fyrir ofan var boðið upp á skinku, baunir og ristaðan lauk þennan daginn. Í næstu færslu sem Sveinbjörn birti var maturinn aðeins girnilegri. Mynd af matnum má sjá í færslunni hér fyrir neðan. „Allt annað en í gær,“ segir Davíð um matinn.

Næsti dagur var erfiður hjá Davíð samkvæmt Sveinbirni. „Þetta var ógeð,“ skrifar Davíð til vinar síns um matinn þann daginn en hægt er að sjá umræddan mat hér fyrir neðan.

Í gær var svo komið að afar furðulegri samsetningu. „Þetta er það skrýtnasta hingað til,“ skrifar Sveinbjörn en í matinn í gær var Pad Thai með skinku. „Það er fusion í kvöld,“ sagði Davíð en myndina af matnum má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“