fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Íslendingur handtekinn vegna barnaníðs á Spáni – Sagður hafa lokkað börnin til sín með gjöfum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 11:31

mynd/samsett skjáskot La Verdad

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á Spáni. Spænski miðillinn La Verdad greinir frá þessu, en Vísir greindi fyrst frá innanlands.

Þar kemur fram að maðurinn sé 59 ára gamall og að hann hafi áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum hér á landi, fyrst árið 1988 fyrir brot gegn fjórum börnum.

Í frétt La Verdad segir að spænsk lögregla hafi rannsakað meint kynferðisbrot mannsins frá því í fyrra. Við leit lögreglu í tölvu og síma mannsins fannst þá barnaklám.

Þá segir að maðurinn hafi alltaf notað sömu aðferð við að nálgast ætluð fórnarlömb sín. Hann hafi vingast við þau og svo tekið að bjóða þeim verðmæti í annarlegum tilgangi.

Spænska lögreglan hefur óskað eftir aðkomu Interpol að málinu til þess að kanna hvort maðurinn sé eftirlýstur annars staðar en hann er sagður hafa búið í Suður Ameríku á undanförnum árum.

Maðurinn hefur þegar verið leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði að halda mætti manninum vegna rannsóknarhagsmuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi