fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Barnaverndarnefnd hunsaði Maríu ítrekað þegar hún sagði frá ofbeldi á Laugalandi

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 3. apríl 2021 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Ás Birgisdóttir var íbúi á meðferðarheimilinu Laugaland í Eyjafirði frá september 2001 til maí 2003. Meðan dvöl hennar á heimilinu stóð yfir varð hún ítrekað fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi Ingjalds Arnþórssonar sem þá var rekstraraðili heimilisins. María opnaði sig um málið í viðtali við Stundina.

María var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún var lögð inn á Laugaland sem var meðferðarheimili fyrir ungar stúlkur. María glímdi þó ekki við fíknisjúkdóm og átti í raun og veru aldrei að vera lögð þangað inn. María varð fyrir kynferðisbroti árið 2000 og hafði það mikil áhrif á hana. Heimilisaðstæður voru erfiðar og því átti að senda hana í skóla úti á landi. Henni var þó aldrei tjáð að þessi skóli væri meðferðarheimili.

Í viðtalinu við Stundina lýsir María því ofbeldi sem hún varð fyrir á meðan dvöl hennar á Laugalandi stóð yfir en hún er níunda konan til að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem átti sér stað þar við Stundina.

María hafði ítrekað samband við Barnaverndarnefnd meðan hún var íbúi á meðferðarheimilinu en það hafði lítil sem engin góð áhrif á ástandið. Skilaboð hennar til Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, áttu að vera trúnaðarmál en Bragi fór með þau beint til Ingjalds og sagði honum frá því sem María hafði sagt sér. Það ýtti einungis undir ofbeldi gagnvart henni.

Bragi heimsótti Laugaland reglulega og samkvæmt konunum sem stigið hafa fram virtust hann og Ingjaldur mestu mátar. Þeir hafi farið saman á Akureyri og borðað á Greifanum þegar Bragi kom í heimsókn. Ekkert má þó finna um heimsóknir Braga á heimilið í gögnum sem Barnaverndarstofa afhenti Stundinni.

María reyndi í fjórgang að strjúka af heimilinu og í hvert skipti reyndi hún að upplýsa barnaverndarfulltrúa um ástandið á heimilinu. Það bar þó engan árangur og María alltaf send aftur til baka.

Greinina frá Stundinni má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum