fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út eftir að leki kom að farþegabát

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 17:28

TF-EIR. Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr klukkan fjögur í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar uppkall frá skipstjóra farþegabáts sem tilkynnti að leki væri kominn að bátnum auk þess sem báturinn væri orðinn aflvana. Átta eru um borð í bátnum sem staddur er í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en kölluð var út þyrla Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningunni segir enn fremur:

„Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út ásamt björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík og á Ísafirði. Að auki voru skip og bátar í grenndinni beðnir um að halda tafarlaust á staðinn.

Veður og sjólag er með ágætum en laust eftir fimm kom fiskibáturinn Otur er að farþegabátnum. Dælur hafa haft undan og er gert ráð fyrir að báturinn verði tekinn í tog áleiðis inn í Ísafjarðardjúp.

Viðbragði þyrlusveitar og björgunarskipa er haldið áfram sem stendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“