fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Vondar fréttir fyrir þá sem deila Netflix-aðgangi sínum

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 12. mars 2021 17:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streymisþjónustan Netflix er með rúmlega 200 milljónir skráðra notenda hjá sér en talið er að enn fleiri hafi aðgang að henni í gegnum vini eða fjölskyldumeðlimi, án þess að greiða fyrir þjónustuna.

Stjórnendur hjá Netflix hafa ákveðið að reyna að sporna gegn þessari þróun að fólk sé að deila aðgangi sínum til að aðrir þurfi ekki að greiða. Ef þú ætlar þér að nota aðgang sem annar á munt þú fá upp skilaboðin: „Ef þú býrð ekki með eigenda þessa aðgangs, þá þarftu þinn eigin aðgang til að halda áfram að horfa“

Þú kemst þó fram hjá þessari meldingu ef þú slærð inn kóðann sem eigandi aðgangsins fær sendan í tölvupósti eða SMS-i, eða með því að ýta á „Staðfesta seinna“. Á endanum þurfir þú þó að gefa upp kóðann eða búa til þinn eigin aðgang.

Þetta er í fyrsta sinn sem Netflix reynir að komast hjá því að fólk deili aðgangi en Reed Hastings, forstjóri Netflix, sagði í viðtali árið 2016 að deiling lykilorða sé eitthvað sem maður þurfi að læra að lifa með. Hann sagði það vera svo algengt að fólk deili leyniorði sínu með maka eða börnum svo ekki sé hægt að finna hvar draga eigi línuna.

Ekki er vitað hvenær þetta nýja kerfi á að byrja í notkun á Íslandi en það er að færast til fleiri og fleiri landa þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“