fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Mogginn og Mannlíf í stríð yfir minningargreinum – „Lifir á dauðanum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. mars 2021 11:33

Andrés Magnússon (t.v.) og Reynir Traustason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli margra vakti tilkynning sem birtist á minningagreinasvæðinu í Morgunblaðinu í gær. Þar segir:

„Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. 

Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.“ 

Mikið hefur borið á því undanfarna mánuði að fréttavefurinn mannlif.is birti fréttir af andláti fólks sem byggðar eru á minningargreinum úr Morgunblaðinu. Hefur mörgum brugðið við að sjá einlægum eftirmælum sínum um ástvini sína slegið upp í fréttum Mannlífs.

Fréttablaðið ræddi gærkvöld við Andrés Magnússon, fulltrúa ritstjóra hjá Morgunblaðinu, og bendir hann á að minningargreinar séu eðli máls samkvæmt viðkvæmt efni. Nærgætni sé nauðsynleg í meðferð þeirra. Andrés segir höfundarréttarmálin vissulega flókin en tilkynningin sé viðleitni til að tempra notkun á þessu efni:

„Þar sem þessar minningargreinar eru aðsendar er höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en við erum hins vegar með útgáfuréttinn á þeim. Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrlega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ segir Andrés í viðtali við Fréttablaðið.

Andrés viðurkennir þó að það sem birtist í Morgunblaðinu sé leyfilegt að fjalla um í öðrum fjölmiðlum en það skipti máli hvernig efnið sé notað:

„Þegar eitthvað birtist í blaðinu þá er það náttúrlega opinber vettvangur og auðvitað er hvaða fjölmiðli sem er heimilt að taka upp úr því og leggja út af því. Eins og við gerum á hverjum degi og ekkert að því,“ segir Andrés en bendir síðan á að upptaka á efni úr öðrum fjölmiðli þurfi að hafa einhvern tilgang og bæta einhverju við, en ekki bara vera endurbirting.

Segir Moggann lifa á dauðanum

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, bregst hart við þessi framtaki Morgunblaðsins, í skoðanapistli á Mannlífsvefnum í morgun. Segir hann að þessi „tilskipun“ frá Andrési standist enga skoðun. Reynir segir Morgunblaðið lifa á minningargreinum annars vegar og hins vegar á fé frá aðalhluthafa útgáfufélags blaðsins, Guðbjargar Matthíasdóttur:

„Lestur blaðsins hefur að vísu hrunið á undanförnum árum en blaðið lifir á bónbjörgum og mörg síðustu ár í öndunarvél frá Vestmannaeyjum. Guðbjörg Matthíasdóttir, athafnakona og sægreifynja í Vestmannaeyjum, hefur dælt milljörðum króna í blaðið til að halda því á lífi. En rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið úti minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi. Þetta stenst enga skoðun og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum …“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Í gær

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól
Fréttir
Í gær

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“