fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

María Kristín verður prófessor við sálfræðideild

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 13:47

María Kristín Jónsdóttir Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. María K. Jónsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat hæfisnefndar sem í sátu innlendir og erlendir fræðimenn.

María hefur kennt og stundað rannsóknir við deildina síðan árið 2014. Hún kennir á öllum námsstigum, í grunnnámi, í meistaranámi í klínískri sálfræði og sem leiðbeinandi doktorsnema. María lauk doktorsprófi í klínískri taugasálfræði frá Háskólanum í Houston, Texas, árið 1990 og hefur sérfræðileyfi í þeirri grein. Hún starfaði lengst af sem klínískur taugasálfræðingur í fullu starfi við Landspítalann þangað til hún var ráðin við sálfræðideild HR. Þar á undan hafði hún sinnt stundakennslu við sálfræðideild Háskóla Íslands í rúm 20 ár og verið þar klínískur dósent. Með klínísku starfi sínu og kennslu og handleiðslu sálfræðinga í gegnum árin hefur María haft mikil áhrif á þróun klínískrar taugasálfræði á Íslandi.

María stundar rannsóknir í samstarfi við fræðimenn í ýmsum deildum Háskólans í Reykjavík, svo sem í sálfræðideild, íþróttafræðideild og verkfræðideild. Hún er auk þess í samstarfi við vísindamenn á Landspítalanum og á einnig í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi.

María hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og hefur sinnt bæði ritrýningu og ritstýrt fyrir erlend fræðirit. Hún situr nú m.a. í siðanefnd Sálfræðingafélags Íslands, í nefnd Evrópusamtaka sálfræðingafélaga um mótun stefnu um þjálfun og menntun klínískra taugasálfræðinga og í rannsóknarráði Háskólans í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“