fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ekið á sex ára barn – Undir áhrifum eiturlyfja með barn í aftursætinu

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 5. mars 2021 09:08

Lögreglan á Suðurnesjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekið var á sex ára barn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Var það á hlaupum yfir götu ásamt öðru barni þegar atvikið átti sér stað. Barnið var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist það ekki hafa slasast alvarlega.

Ökumaður sem lögregla tók úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna var með ungt barn sitt í bifreiðinni. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans og var tilkynning send til barnaverndarnefndar.

Lögregla hafði í vikunni afskipti af karlmanni, sem staddur var fyrir utan verslun í Njarðvík, vegna gruns um brot á sóttvarnarlögum. Kvaðst hann vera hafa verið að koma frá París og væri að bíða eftir fari til Reykjavíkur. Honum var gerð grein fyrir því að hann hefði átt að fara rakleiðis í sóttkví og gæti átt von á sekt fyrir brot á sóttvarnarlögðum. Lögregla sá jafnframt til þess að hann fylgdi þeim fyrirmælum.

Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir seinustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum