fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Páll segir að ef gos komi upp þá verði það lengi í gangi – „Vikur eða mánuði, það fer eftir því hvað gosið er ákaft“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 21:35

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, var gestur í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar sagði hann að gosóróan mætti rekja til þess að kvikugangurinn hafi hlaupið út undan sér í dag. 

„Það sem að er í gangi þarna núna er væntanlega einhvers konar kvikuhlaup, það er að segja þessi kvikugangur sem hefur verið staðsettur á svæðinu. Hann greinilega hljóp eitthvað út undan sér um eftirmiðdaginn,“ sagði Páll í upphafi þáttarins. „Það hefur bólnað upp landið hér og beyglast í kring sem bendir til þess að hér undir hafi komið innskot af kviku.“

Páll var spurður hvort þetta gæti orðið til þess að Keilir gýs. „Það er erfitt að svara spurningunni hvort þetta leiði til goss núna en við getum alveg verið örugg á því að þetta er kvika á ferli og á meðan kvika er á ferli þá er mjög erfitt að segja nákvæmlega hvað hún ætlar að gera.“

Þá segir Páll að það sé tvennt sem vitað er. Það er annars vegur að kvikugangur sé lang líklegasta skýringin á því sem sést á yfirborðinu. Rúmmál gangsins er þó svolítið á reiki samkvæmt Páli. „Það fer eftir því hvað er reiknað með að hann fari djúpt og nái hátt þannig það er allt saman svolítið óvíst. En það er giskað á tölur á milli 10 og 20 milljón rúmmetra af kviku sem hefur troðist þarna inn,“ segir Páll. „Annað sem við vitum er að þessi gangur er að breikka, hann hefur verið að stækka, rúmmálið hefur verið að aukast.“

Páll benti þá á að ef gýs í fjallinu þá sé búist við því að það standi lengi yfir. „Þetta gos á eftir að standa svolítið lengi ef það kemur upp. Vikur eða mánuði, það fer eftir því hvað gosið er ákaft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp