fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Rauðagerðismálið: Hinn grunaði neitar sök – Farsímagögn könnuð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 13:55

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV hefur albanskur maður, sem grunaður er um að hafa skotið Armando Bequiri til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði, laugardagskvöldið 13. febrúar, neitað sök. Segist hann ekkert hafa haft með morðið að gera.

Maðurinn er Albani á fertugsaldri, búsettur hér á landi. Hann gaf sig fram við lögreglu síðastliðið þriðjudagskvöld.

Tvær kenningar eru á lofti um orsök morðsins. Önnur er sú að það tengist uppgjöri í undirheimum og tilræðið hafi verið fyrirskipað. Hin er sú að um hafi verið að ræða persónulega óvild milli tveggja manna. Umræddur maður kannast ekki við að tengjast neinu slíku, hvorki undirheimauppgjöri né hafa borið óvildarhug til hins látna.

Samkvæmt öðrum heimildum DV hefur lögregla meðal annars sóst eftir snjallsímum og öðrum tæknibúnaði í víðtækum húsleitum sem gerðar hafa verið í rannsókninni. Ekki liggur fyrir hvort henni hafi tekist að afla þeirra gagna sem hún leitar eftir. Samkvæmt frétt Vísis í dag er unnið að því að kortleggja ferðir manna sem eru í varðhaldi vegna málsins út frá farsímagögnum.

Vænta má fréttatilkynningar frá lögreglu um málið á morgun en hún verst enn allra frétta af rannsókninni í dag.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf
Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Í gær

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi